Tom Morello
Útlit
Tom Morello | |
---|---|
![]() Tom Morello, 2024 | |
Upplýsingar | |
Fæddur | Thomas Baptist Morello 30. maí 1964 |
Uppruni | ![]() |
Störf | Tónlistarmaður |
Ár virkur | 1980 – í dag |
Stefnur | Öðruvísi rokk |
Hljóðfæri | gítar |
Útgáfufyrirtæki | SonyBMG Epic Interscope |
Samvinna | Audioslave Rage Against the Machine Lock Up Class of '99 Electric Sheep Prophets of Rage Nightwatchman |
Tom Morello er bandarískur gítarleikari fæddur 30. maí 1964 í New York. Morello stofnaði hljómsveitina Rage Against the Machine (R.A.T.M.) sem var áhrifarík sveit í jaðarrokki og þungarokki. Síðar stofnaði hann sveitina Audioslave með söngvara Soundgarden, sólósveit sína Nightwatchman og nýlegast Prophets of Rage með fyrrum meðlimum R.A.T.M. ásamt söngvurunum B-Real úr Cypress Hill og Chuck D úr Public Enemy.
Morello hefur stundum lagt pólítískum málstað lið og stofnaði m.a. Axis of Justice-samtökin með söngvara System of a Down, Serj Tankian. Samtökin miða að því að efla mannréttindi og jafnrétti.
Morello er þekktur fyrir að framkalla alls kyns hljóð úr gítar sínum með gítareffektum.
