Fara í innihald

Tímakistan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tímakistan er bók eftir Andra Snæ Magnason sem gefin er út á íslensku 1. nóvember 2013. Bókin fjallar um tvær sögur sem eru samtvinnaðar. Aðalpersónan er Hrafntinna, eilífðarprinsessan af Pangeu sem kúrði í tímakistu í hundrað ár. Sagan um Hraftinnu er ein af þessum tveimur sögum, hin er um fjölskyldu sem tekst á við efnahagshrun með því að skríða inn í svarta kistla og bíða þar eftir betri tíð. Sögurnar samtvinnast með sögusögn gamlar konu sem heitir Svala, en þar segir Svala nokkrum krökkum frá ævintýri af gráðugum kóngi sem sigraði heiminn og vildi líka sigra tímann og lét gera töfrakistu úr kóngulóarvef. Kistan var svo þétt að ekki einu sinni tíminn smaug í gegnum hana og þar ætlaði kóngurinn að halda Hrafntinnu prinsessu alla sína daga svo hún þyrfti ekki að þola rigningardaga og einskisverða daga og venjulega daga. Dag nokkurn tuttugu árum seinna opnar lítill drengur kistuna og uppgötvar að konungsveldið var að hrynja og kóngurinn orðinn vitstola. Það virðist vera tenging milli sögunnar sem Svala segir krökkunum og þeirra eigin heims og krakkarnir verða að finna þá tengingu og bjarga heiminum.

  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.