Fara í innihald

Sverðsög

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sverðsög frá Craftsman.

Sverðsög er vélknúin sög með stutt og beint sögunarblað. Sverðsög vinnur þannig að blaðið færist fram og aftur, á svipaðan hátt og handsög eða stingsög vinnur. Blaðinu má skipta út þannig að hægt sé að ráða við fjölda efna. Flestar sverðsagir eru rafmagnssagir.[1]

Sverðsagir geta verið með stillanlegum hraða, t.d. getur slaghraði verið frá 0 upp í 3200 rpm. Einnig skiptir slaglengd og sögunardýpt máli.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. http://www.mannvirkjastofnun.is/library/Skrar/Brunamalaskolinn/Kennslubok-slokkvistarf-utgafa-2016/6%20Kafli%20Vatns%C3%B6flun.pdf[óvirkur tengill]