Sverðsög
Útlit
Sverðsög er vélknúin sög með stutt og beint sögunarblað. Sverðsög vinnur þannig að blaðið færist fram og aftur, á svipaðan hátt og handsög eða stingsög vinnur. Blaðinu má skipta út þannig að hægt sé að ráða við fjölda efna. Flestar sverðsagir eru rafmagnssagir.[1]
Sverðsagir geta verið með stillanlegum hraða, t.d. getur slaghraði verið frá 0 upp í 3200 rpm. Einnig skiptir slaglengd og sögunardýpt máli.