Suede
Suede er ensk hljómsveit stofnuð í London árið 1989. Hún hefur verið kennd við bretapoppsenuna. Platan Coming Up(1996) naut mikilla vinsælda í Bretlandi og komst á toppinn á sölulistum. Hljómsveitin hætti árið 2003 eftir slakt gengi með síðustu plötur sínar. Brett Anderson hóf sólóferil ásamt því að gera plötu árið 2005 og fara í tónleikaferðalag með fyrrum gítarleikara Suede, Bernard Butler, undir heitinu The Tears.
Suede kom aftur saman árið 2010 og hefur gefið út plötur upp frá því. Í Bandaríkjunum hefur sveitin gengið undir nafninu London Suede, þar sem önnur hljómsveit var með réttinn á Suede nafninu.
Hljómsveitin spilaði á Iceland Airwaves árið 2000 [1].
Núverandi meðlimir
[breyta | breyta frumkóða]Brett Anderson – söngur (1989–2003; 2010–)
Mat Osman – bassi (1989–2003; 2010–)
Simon Gilbert – trommur (1991–2003; 2010–)
Richard Oakes – gítar, píano (1994–2003; 2010–)
Neil Codling – gítar, hljómborð (1996–2001; 2010–)
Fyrrum meðlimir
[breyta | breyta frumkóða]Justine Frischmann – gítar (1989–1991)
Bernard Butler – gítar, píano (1989–1994)
Alex Lee – gítar, hljómborð(2001–2003)
Justin Welch – trommur (1990; 2013)
Mike Joyce – trommur (1990)
Breiðskífur
[breyta | breyta frumkóða]- Suede (1993)
- Dog Man Star (1994)
- Coming Up (1996)
- Head Music (1999)
- A New Morning (2002)
- Bloodsports (2013)
- Night Thoughts (2016)
- The Blue Hour (2018)
- Autofiction (2022)
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Suede spilar á Íslandi í október.Mbl.is. Skoðað 28. janúar, 2016.