Fara í innihald

Staðsetningarhyggja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Staðsetningarhyggjan er kenning í sálfræði og heimspeki sem gengur út á að hægt sé að staðsetja sálfræðilega starfsemi í heilanum.

Staðsetningarhyggjan hefur átt misjöfnu gengi að fagna frá því að hún var fyrst sett fram fyrir 200 árum. Franz Joseph Gall setti fyrstur fram kenningu um að unnt væri að greina 27 mismunandi hæfileika á heilaberkinum. Sú kenning féll fljótt í ónáð en meginhugmyndin hefur staðist tímans tönn.

Sérfræðingar hafa deilt um hvort heilinn vinni sem ein heild eða hvort hlutarnir séu tiltölulega sjálfstæðir og enn eru skiptar skoðanir um hve langt beri að ganga í staðsetningarhyggju.

  Þessi sálfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.