Staðalfrávik
Útlit
Staðalfrávik er í líkindafræði og tölfræði mæling dreifingar í safni gilda, t.d. slembibreytu, líkindadreifingar, þýðis eða gagnasafns. Staðalfrávik er skilgreint sem kvaðratrót af dreifni en dreifni er meðaltal kvaðrata frávika frá meðaltali gilda safnsins. Þetta felur það í sér að til þess að reikna staðalfrávikið þarf að gera eftirfarandi: reikna meðaltalið, finna frávik allra gilda frá meðaltalinu og hefja þau öll í annað veldi, reikna meðaltal þessara kvaðrata og draga kvaðratrót af því meðaltali. Til eru ýmsar aðrar leiðir til þess að finna staðalfrávikið.
Staðalfrávik er jafnan táknað með gríska bókstafnum σ (sigma).