Fara í innihald

Spotify

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Spotify er streymiþjónusta sem gerir notendum kleift að hlusta á tónlist frá mörgum útgáfufyrirtækjum, þar á meðal Sony, EMI, Warner Music Group og Universal. Einnig býður Spotify notendum sínum á að hlusta á hlaðvörp. Hægt er að vafra um og leita að tónlist efir flytjendum, plötum, stefnum, spilunarlistum og útgáfufyrirtækjum. Það má nota þjónustuna ókeypis en í því tilfelli eru lög stundum valin af handahófi hjá listamanni og auglýsing spiluð á nokkurra mínútna fresti milli laga. Með því að gerast áskrifandi getur maður sleppt auglýsingunum og hala niður tónlist og hlusta á hana án nettengingar.

Spotify var stofnað árið 2008 í Svíþjóð sem Spotify AB, en frá og með árinu 2010 voru notendur orðnir 10 milljónir. Þar af voru 2,5 milljón áskrifendur. Notendurnir voru 20 milljónir (5 milljón áskrifendur) frá og með desember 2012, en fyrir janúar 2015 voru þeir 60 milljónir (15 milljón áskrifendur). Árið 2020 er hún 133 milljónir.

Þjónustan er aðgengileg víða um heiminn, en í upphafi var hún aðeins til í Skandinavíu, Bretlandi, Frakklandi og á Spáni. Opnað var fyrir þjónustuna á Íslandi í apríl 2013.[1] Nú er veitan fánleg í 79 löndum en mörg Afríku og Asíulönd eru ekki með hana.

Móðurfyrirtækið Spotify Ltd. rekur skrifstofur í London, en þar eru höfuðstöðvar fyrirtækisins. Spotify AB sér um rannsóknir og þróun í Stokkhólmi. Árið 2020 voru um þriðjungur Íslendinga áskrifendur að Spotify. [2]

Fyrirtækið hefur verið gagnrýnt fyrir að styðja ekki nægilega við listamenn en meira en 70% tekna fara til rétthafa sem oft eru plötufyrirtæki/útgáfur. Svo geta útgáfurnar ráðið skerfi listamannsins.

  1. „Spotify komið til Íslands“. mbl.is. Sótt 2. maí 2015.
  2. Þriðjungur þjóðarinnar greiðir fyrir Spotify Rúv. skoðað 3. júní 2020
  Þessi tæknigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.