Spjall:Nýyrði
Útlit
Er hægt að segja að gúggla sé nýyrði - ég held ekki. Ekki frekar en sjortari eða lynsja. Þetta er eitthvað sem fólk skrifar á bloggsíðum og notar í daglegu tali, en þetta er varla nýyrði. --85.220.24.178 6. mars 2008 kl. 00:14 (UTC)
- Tja, þetta eru slettur, sem í sumum tilfellum má segja að öðlist sinn sess sem tökuor��, en tökuorð er á vissan hátt nýyrði, því það var ekki til í málinu áður. Það er samt gagnlegt að gera greinarmun á nýyrðum og tökuorðum, þ.e. slettum sem aðlagast málkerfinu og ná almennri útbreiðslu. Hins vegar efast ég um að orðið „sími“ eigi heima á þessari síðu því það er ekki nýyrði heldur gamalt orðið sem er núna notað í annarri merkingu en hinni upphaflegu. --Cessator 6. mars 2008 kl. 04:13 (UTC)
- Sími hefur nú löngum verið talið nýyrði - sbr. t.d. eitt dæmið hér [1] og eyðni er þá ekki nýyrði heldur eða hvað sbr.: [2] og svo þetta [3] Osfrv osfrv. Ef svo er ekki þá þarf kannski að skilgreina nýyrði upp á nýtt og smíða nýyrði yfir gömul orð sem fá nýja merkingu. Hm, eða hvað? --85.220.24.178 6. mars 2008 kl. 04:41 (UTC)
- Fjandinn, skoðaði ekki dæminn í OH. Elsta dæmið er ekki gamalt. En fremst stendur:
- eyðni
- nafnorð kvenkyn
- Dæmi í ritmálssafni frá 17f-20s
- Heimild elsta dæmis: Vísnab , 304 --85.220.24.178 6. mars 2008 kl. 04:42 (UTC)
- Í fyrsta lagi er dæmið í orðabókinni ekki heimild sem staðfestir að orðið „sími“ sé í raun nýyrði. Ég gæti þá alveg eins fundið stað í ritum Þorsteins Gylfasonar sem segir hið gagnstæða. Ritgerðin er „Ný orð handa gömlu máli“ og er í Að huga á íslenzku. Orðið „skjár“ er annað dæmi. En orð fá nýja merkingu á hverjum degi; þau verða ekki þar með að nýyrðum. Í öðru lagi er ekki hægt að finna mjög gömul dæmi í Orðabók háskólans; hún miðast einungis við prentað mál og þar með er elsta mögulega dæmið frá miðri 16. öld. --Cessator 6. mars 2008 kl. 05:01 (UTC)
- Þú leggur stundum alltof ríka merkingu í orð - sem er að sumu leyti gott. Þetta var þó ekki staðfesting perse á neinu svosem, heldur svona ábending um að orðið sími í merkingunni telephone hefur venjulega verið talið nýyrði (sbr.: t.d. [4] Eyðni er auðvitað orð sem hefur verið til lengi, og ég er ekki sá apaköttur með hálm í heilarstað að ég viti ekki að þetta er ritmálssafn sem nær ekki langt aftur í tímann - og ekkert þar að hafa úr fornsögunum t.d, enda fara þeir ekki lengra en að vögguritum prentaldar í leit sinni að orðum. Ég er búinn að nota OH það lengi að ég ætti nú að vita það, en það vissir þú svosem ekki. Og hvað segir Þorsteinn, hvað kallar hann orð einsog sími, eyðni og skjár osfrv? --85.220.24.178 6. mars 2008 kl. 05:32 (UTC)
- Ég hef bara ekki Þorstein hjá mér og get ekki flett þessu upp. Helmingurinn af bókasafninu mínu er hinum megin við Atlantshafið. Ég man ekki til þess að hann hafi eitthvert sérstakt orð um gömul orð sem eru notuð í nýrri merkingu, hann bendir bara á að þetta eru ekki eiginleg nýyrði og bætir svo við að þannig eigi helst sem flest „nýyrði“ að vera. Ég sé ekki að ég greininni sem þú bendir á núna sé neitt sagt um að orðið „sími“ sé eiginlegt nýyrði, þar segir bara að það væri heimskulegt að „hafna því af því að maður kunni ekki við það“. Ég veit ekki alveg hvað þú átt við með að ég leggi of ríka merkingu í orð, en við getum látið það liggja milli hluta. --Cessator 6. mars 2008 kl. 05:45 (UTC)
- Síma myndi maður flokka sem nýmerkingu held ég. --Stefán Örvarr Sigmundsson 6. mars 2008 kl. 10:59 (UTC)
- Fjandinn, þetta hefði ég átt að vita. En ef maður viðurkennir ekki gloppur sínar, þá er auðvitað allt glatað. Nýmerking, sbr.: [5]. Ég er að berja mig í höfuðið með gömlum leðurskó sem ég skrifa þetta. --85.220.24.178 7. mars 2008 kl. 02:20 (UTC)
- Segið svo að dálítil senna geti ekki hresst upp á vitið. --85.220.24.178 7. mars 2008 kl. 02:36 (UTC)
- Síma myndi maður flokka sem nýmerkingu held ég. --Stefán Örvarr Sigmundsson 6. mars 2008 kl. 10:59 (UTC)
- Ég hef bara ekki Þorstein hjá mér og get ekki flett þessu upp. Helmingurinn af bókasafninu mínu er hinum megin við Atlantshafið. Ég man ekki til þess að hann hafi eitthvert sérstakt orð um gömul orð sem eru notuð í nýrri merkingu, hann bendir bara á að þetta eru ekki eiginleg nýyrði og bætir svo við að þannig eigi helst sem flest „nýyrði“ að vera. Ég sé ekki að ég greininni sem þú bendir á núna sé neitt sagt um að orðið „sími“ sé eiginlegt nýyrði, þar segir bara að það væri heimskulegt að „hafna því af því að maður kunni ekki við það“. Ég veit ekki alveg hvað þú átt við með að ég leggi of ríka merkingu í orð, en við getum látið það liggja milli hluta. --Cessator 6. mars 2008 kl. 05:45 (UTC)
- Þú leggur stundum alltof ríka merkingu í orð - sem er að sumu leyti gott. Þetta var þó ekki staðfesting perse á neinu svosem, heldur svona ábending um að orðið sími í merkingunni telephone hefur venjulega verið talið nýyrði (sbr.: t.d. [4] Eyðni er auðvitað orð sem hefur verið til lengi, og ég er ekki sá apaköttur með hálm í heilarstað að ég viti ekki að þetta er ritmálssafn sem nær ekki langt aftur í tímann - og ekkert þar að hafa úr fornsögunum t.d, enda fara þeir ekki lengra en að vögguritum prentaldar í leit sinni að orðum. Ég er búinn að nota OH það lengi að ég ætti nú að vita það, en það vissir þú svosem ekki. Og hvað segir Þorsteinn, hvað kallar hann orð einsog sími, eyðni og skjár osfrv? --85.220.24.178 6. mars 2008 kl. 05:32 (UTC)
- Í fyrsta lagi er dæmið í orðabókinni ekki heimild sem staðfestir að orðið „sími“ sé í raun nýyrði. Ég gæti þá alveg eins fundið stað í ritum Þorsteins Gylfasonar sem segir hið gagnstæða. Ritgerðin er „Ný orð handa gömlu máli“ og er í Að huga á íslenzku. Orðið „skjár“ er annað dæmi. En orð fá nýja merkingu á hverjum degi; þau verða ekki þar með að nýyrðum. Í öðru lagi er ekki hægt að finna mjög gömul dæmi í Orðabók háskólans; hún miðast einungis við prentað mál og þar með er elsta mögulega dæmið frá miðri 16. öld. --Cessator 6. mars 2008 kl. 05:01 (UTC)
- Bíddu hvert fer orðið gúgla þá? --Baldur Blöndal 7. mars 2008 kl. 10:40 (UTC)
- Tökuorð ef á það er litið sem íslenskt orð yfirleitt. --Cessator 7. mars 2008 kl. 10:57 (UTC)
- "Nýyrði er nýtt orð yfir hugtak eða hlut." Er "gúggla" ekki nýtt orð yfir það að leita að orði á Google? Er gúggla ekki tökuorð og nýyrði? --Baldur Blöndal 7. mars 2008 kl. 11:08 (UTC)
- Ef það er tökuorð, þá er það nýyrði; ef það er sletta, þá er það útlenskt orð sem er notað í íslensku talmáli en hefur ekki unnið sér sess í íslensku máli og telst þar með ekki nýyrði. --Cessator 7. mars 2008 kl. 11:12 (UTC)
- Hm, er orðið ekki notað eins mikið og í ensku? Ég meina, nota ekki eiginlega allir orðið? --Baldur Blöndal 7. mars 2008 kl. 15:01 (UTC)
- Það má á móti spyrja hvort það sletti ekki einfaldlega allir? Ég er svo sem ekki að segja að orðið megi ekki heita íslenskt orð, bara að benda á að það er ekki alltaf á hreinu hvort sletta teljist hafa unnið sér sess í málinu, óháð því hvað allir segja (til samanburðar eru ýmsar dönskuslettur frá 19. öld og fyrri hluta 20. aldar). --Cessator 7. mars 2008 kl. 18:15 (UTC)
- Hm, er orðið ekki notað eins mikið og í ensku? Ég meina, nota ekki eiginlega allir orðið? --Baldur Blöndal 7. mars 2008 kl. 15:01 (UTC)
- Ef það er tökuorð, þá er það nýyrði; ef það er sletta, þá er það útlenskt orð sem er notað í íslensku talmáli en hefur ekki unnið sér sess í íslensku máli og telst þar með ekki nýyrði. --Cessator 7. mars 2008 kl. 11:12 (UTC)
- "Nýyrði er nýtt orð yfir hugtak eða hlut." Er "gúggla" ekki nýtt orð yfir það að leita að orði á Google? Er gúggla ekki tökuorð og nýyrði? --Baldur Blöndal 7. mars 2008 kl. 11:08 (UTC)
- Tökuorð ef á það er litið sem íslenskt orð yfirleitt. --Cessator 7. mars 2008 kl. 10:57 (UTC)