Fara í innihald

Spjall:Hámiðaldir

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ármiðaldir

[breyta frumkóða]

Ég hélt að ármiðaldir næðu frá falli Rómaveldis árið 476 til upphafs tíma karólinganna árið 800. Las þetta fyrir stutt í kennslubókinni Þættir úr sögu miðalda. Hvað er þá á milli 800 og hámiðalda? --Cessator 14:55, 24 júní 2007 (UTC)

Skv. ensku wikipediu ná ármiðaldir frá lokum síðfornaldar um 500 til upphafs hámiðalda um 1000. Samkvæmt henni er karlungatímabilið hluti ármiðalda. Ég hafði nú einhvern veginn vanið mig á að tala um 1000 til 1300 sem síðmiðaldir - einhverra hluta vegna. --Akigka 17:48, 24 júní 2007 (UTC)
Það eru sjálfsagt til ýmis viðmið. Flestir telja alla vega að miðaldir byrji 476 með falli Rómaveldis eða námunda það upp í 500. Og oftast er miðöldum talið ljúka 1492 með landafundum í Norður-Ameríku eða námundað upp í 1500. Í Íslandssögunni er venjulega miðað við 1550, ekki satt? Held ég hafi lært það þannig. Ármiðaldir hljóta alla vega að byrja 476 eða 500. Er það kannski bara hinum svokölluðu „myrku öldum“ sem lýkur 800? Nú vildi ég að ég hefði enn þá bókina sem ég nefndi (þá sem ég las í menntó á sínum tíma). --Cessator 20:01, 24 júní 2007 (UTC)