Smallville (9. þáttaröð)
Smallville er bandarísk ofurhetju-dramaþáttaröð. Sýningar á 9. þáttaröðinni hófust þann 25. september 2009 og lauk 14. maí 2010. Þættirnir voru 22 og er hver þeirra um 42 mín. að lengd. Todd Slavkin og Darren Swimmer hættu að vinna að þáttunum og eftir sátu Brian Peterson og Kelly Souders sem þáttstjórnendur. Tom Welling, aðalleikari þáttana, varð gerður að framleiðanda frá og með þessari þáttaröð. Justin Hartley var einn höfundana að þættinum Sacrifice.
Aðalleikarar
[breyta | breyta frumkóða]- Tom Welling sem Clark Kent/The Blur
- Allison Mack sem Chloe Sullivan/Watchtower
- Erica Durance sem Lois Lane
- Cassidy Freeman sem Tess Mercer
- Callum Blue sem Zod majór/hershöfðingi
- Justin Hartley sem Oliver Queen/Green Arrow
Gestaleikarar
[breyta | breyta frumkóða]- Alessandro Juliani sem Emil Hamilton læknir
- Phil Morris sem J'onn J'onzz/The Martian Manhunter/John Jones rannsóknarlögreglumaður
- Terence Stamp sem rödd Jor-Els
- Sharon Taylor sem Faora
- Monique Ganderton sem Alia
- Adrian Holmes sem Basqat
- Crystal Lowe sem Vala
- Ryan McDonnel sem Stuart Campbell
- Pam Grier sem Amanda Waller
- Julian Sands sem Jor-El
- David Gallagher sem Zan
- Allison Scagliotti sem Jayna
- Brian Austin Green sem John Corben/Metallo
- Michael Shanks sem Carter Hall/Hawkman
- Brent Strait sem Kent Nelson/Dr. Fate
- Brittney Irvin sem Courtney Witmore/Stargirl
- Jim Shield sem Sylvester Pemberton/Star-Spangled Kid
- Ken Lawson sem Wesley Dodds/The Sandman
- Wesley Macinnes sem Icicle
- Chris Gauthier sem Winslow Schott/The Toyman
- Steph Song sem Victoria Sinclair/Roulette
- Elise Gatien sem Mia Dearden
- Serinda Swan sem Zatanna Zatara
- Annette O'Toole sem Martha Kent/Red Queen
- Michael McKean sem Perry White
- Lee Thompson Young sem Cyborg
- Alaina Huffman sem Black Canary
- Evan C. Schulte sem Jeff Hage
- Hundurinn Bud sem Shelby
Þættir
[breyta | breyta frumkóða]Titill | Sýnt í U.S.A. | # | ||
---|---|---|---|---|
„Savior“ | 25. september 2009 | 175 – 901 | ||
Eftir dauða Jimmys og hvarf Loisar ákveður Clark að yfirgefa alla og halda áfram með þjálfun sína hjá Jor-El og bjargar nú íbúum Metropolis sem The Blur, klæddur í svörtum frakka, svörtum buxum og vinnuskóm og svörtum bol með gráu \S/-merki á. En þegar Lois kemur skyndilega aftur úr framtíðinni með minnisleysi ákveður Clark að reyna hefja samband með henni en kryptonskur launmorðingi úr framtíðinni sem ber nafnið Alia ætlar sér að drepa Lois. Chloe lokar sig af í Watchtower-turninum og ofurhetjuteymið er hætt störfum. Oliver hættir að vera Green Arrow. Á meðan þarf Tess að kljást við kryptonsku hermennina sem hún kallaði til jarðar og leiðtoga þeirra Zod majór en þau hafa enga kryptonska ofurkrafta. Titillinn þýðir "Bjargvættur" og vísar til Clarks. Höfundar: Brian Peterson og Kelly Souders, Leikstjóri: Kevin Fair | ||||
„Metallo“ | 2. október 2009 | 176 – 902 | ||
Blaðamaðurinn John Corben sem hatar The Blur lendir í slysi og vaknar með vélaparta í líkamanum og kryptonít hjarta sem gefa honum ofurkrafta. John ætlar sér að drepa The Blur og notar Lois sem tálbeitu. - Titillinn vísar til nafns Corbens úr teiknimyndasögunum. Höfundar: Don Whitehead og Holly Henderson, Leikstjóri: Mairzee Almas | ||||
„Rabid“ | 9. október 2009 | 177 – 903 | ||
Zod og hermenn hans leysa úr læðingi veiru sem breytir mannverum í uppvakninga með ofurkrafta. Lois og Tess eru meðal þeirra sýktu. Í ljós kemur að blóð Clarks innheldur lækninguna. Hann lætur Chloe og Emil Hamilton vinna að lækningunni meðan hann og Oliver reyna að bjarga borginni. - Titillin visar til æðiskasts oftast hundaæði (rabies/ rabid dog) Höfundur: Jordan Hawley, Leikstjóri: Michael Rohl | ||||
„Echo“ | 16. október 2009 | 178 – 904 | ||
Jor-El gefur Clark hæfileikan til að lesa hugsanir svo að hann geti skilið mannverur betur en hann notar hæfileikan til að komast á stefnumót með Lois. Toyman snýr aftur og ætlar að hefna sín á Oliver. - Titillinn þýðir "Bergmál" Höfundur: Bryan Miller, Leikstjóri: Wayne Rose | ||||
„Roulette“ | 23. október 2009 | 179 – 905 | ||
Dularfull kona sem ber nafnið Roulette rænir Oliver og lætur hann ganga í gengum þrekraunir upp á líf og dauða. Eftir að hafa sigrast á þrekraununum finnur Oliver aftur hetjuna innra með sér og gerist Green Arrow á ný. Höfundur: Genevieve Sparling, Leikstjóri: Kevin Fair | ||||
„Crossfire“ | 30. október 2009 | 180 – 906 | ||
Oliver ætlar sér að taka að sér unga vændiskonu sem heitir Mia Dearden og veita henni annað tækifæri í lífinu. Lois og Clark eru fengin í áheyrnarprufur hjá morgunspjallþætti og þurfa að gera dagskrábrot um internetstefnumót. - Titillin þýðir "Tvíeldar" Höfundar: Holly Henderson og Don Whitehead, Leikstjóri: Michael Rohl | ||||
„Kandor“ | 6. nóvember 2009 | 181 – 907 | ||
Í ljós kemur að Zod og hermenn hans eru klónar sem voru gerðir af Jor-El sem blandaði blárri kryptonít geislun við þá svo þau hefðu enga ofurkrafta á jörðinni. Jor-El var líka klónaður og kemur við á Kent-býlinu og veit ekki um son sinn Kal-El. Zod telur að The Blur sé Jor-El og ætlar sér drepa hann fyrir að hafa ekki gefið sér ofurkrafta. - Kandor er borg á plánetunni Krypton og Zod, Jor-El og hermenn Zods eru frá Kandor. Höfundar: Al Septien og Turi Meyer, Leikstjóri: Jeannot Szwarc | ||||
„Idol“ | 13. nóvember 2009 | 182 – 908 | ||
Undratvíburnarnir Zan og Jayna koma til Metropolis og gerast aðdáendur The Blur og nota sína eigin ofurkrafta til að hjálpa The Blur en klúðra oftast öllu. Ray Sacks saksóknari vill að The Blur gefi sig fram og hætti hetjulátunum. En sýnir Loisar af framtíðinni fær hana til að fara til sálfræðings til ræða um skrítnu "draumana" um hana að sofa hjá Clark Kent. - Titillinn þýðir "Átrúnaðargoð" og vísar til þess að Undratvíburarnir líta á The Blur sem átrúnaðargoð. Höfundur: Anne Cofell Saunders, Leikstjóri: Glen Winter | ||||
„Pandora“ | 20. nóvember 2009 | 183 – 909 | ||
Eftir að Lois fellur í dásvefn eftir að hafa kysst Clark í síðasta þætti rænir Tess henni til að komast að því hvar Lois var. Hún kemst að því að Lois hafði farið eitt ár í framtíðina þar sem að Zod hafði byggt sólarturn til að breyta gulgeislun sólarinnar yfir í rauða sem olli því að hann og hermenn hans fengu ofurkrafta og tóku yfir jörðina. En rauða sólin gerði Clark bjargarlausann. - Titillinn vísar til Pandóru sem freistist til að opna öskju sem innihélt illsku, sorg og sársauka en gat ekki komið því aftur í öskjuna. Hugur Loisar er eins konar Pandóruaskja. Höfundar: Drew Landis og Julia Swift, Leikstjóri: Morgan Beggs | ||||
„Disciple“ | 29. janúar 2010 | 184 – 910 | ||
Lærimeistari Olivers, Vordigan/Dark Archer kemur til Metropolis til að veita Oliver lokaþjálfunina með því að ráðast á gamla kærustu (Lois), vinkonu (Chloe) og lærisvein (Mia). Þjálfuninni lýkur með því að Oliver þurfi að drepa Vordigan. - Titillin merkir "Lærisveinn" Höfundur: Jordan Hawley, Leikstjóri: Mairzee Almas | ||||
„Absolute Justice (fyrri hluti)“ | 5. febrúar 2010 | 185 – 911 | ||
Maður að nafni Sylvester Pemberton hittir Chloe og reynir að vara hana við en er drepinn af illmenninu Icicle. Clark og Chloe rannsaka hvað er um að vera og komast að því að Pemberton var eitt sinn ofurhetjan Star-Spengled Kid og var meðlimur af Justice Societ of America en hann og fleir voru handteknir af ríkisstjórninni. Eftirlifandi meðlimir JSA Carter Hall/Hawkman, Kent Nelson/Dr. Fate og Courtney Whitmore/Stargirl ætla sér að sigra Icicle. - Titillinn þýðir "Algjört Réttlæti" en hét áður Society (eins og í Justice Society) Höfundur: Geoff Johns, Leikstjóri: Glen Winter | ||||
„Absolute Justice (annar hluti)“ | 5. febrúar 2010 | 186 – 912 | ||
Justice Society of America þarf að vinna með Clark, Chloe, Oliver og J'onn J'onzz til að sigra Icicle. í ljós kemur að Icicle er að hefna sín fyrir það sem JSA gerðu við föður sinn og ríksstjórnarsamtökin Checkmate sem Amanda Waller stjórnar réðu hann til að drepa Pemberton og Wesley Dodds/Sandman. Waller hefur samband við Lois og veitir henni upplýsingar um JSA. Icicle drepur Dr. Fate og tekur hjálminn hans og ætlar sér að drepa hina meðlimi JSA og ofurhetjuteymi Clarks. - Þátturinn hét aður Legends sem þýðir goðsagnir. Höfundur: Geoff Johns, Leikstjóri: Tom Welling | ||||
„Warrior“ | 12. febrúar 2010 | 187 – 913 | ||
Zatanna snýr aftur þegar Warrior Angel-hasarblað sem faðir hennar lagði bölvun á er stolið. Strakurinn sem stal blaðinu breytist í Warrior Angel (sem hefur ofurkraft, ofurhraða og getur flogið). Clark og Zatanna vinna saman til að finna strákinn sem gerir Lois öfundsjúka. Chloe hittir Warrior Angel-strákinn og vill að hann gangi í ofurhetjuteymið hans Clarks. - Titillin þýðir stríðskappi en vísar til Warrior Angel Höfundur: Bryan Miller, Leikstjóri: Allison Mack | ||||
„Persuasion“ | 19. febrúar 2010 | 188 – 914 | ||
Á Valentínusardag smitast Clark af nýju kryptoníti - gimsteinakryptonít: sem gerir honum kleift að fá aðra til gera það sem hann biður um. Þetta breytir Lois í hefðbundna húsmóður frá 6. áratugnum þegar Clark óskar eftir hefðbundnu sambandi, hann fær Chloe til að vernda hann um of þegar hún ætlar drepa Tess. Clark ákveður að nota þetta á Zod til að komast að því hver myrti Jor-El. Alía er morðinginn og Zod drepur hana. Clark ákveður loksins að eyðileggja sólarturn Zods með hitageislasjón sinni. - Titillin þýðir "Sannfæringarkraftur" Höfundur: Anne Cofell Saunders, Leikstjóri: Christopher Petry | ||||
„Conspiracy“ | 26. febrúar 2010 | 189 – 915 | ||
Nokkrum Kandor-búum hefur verið rænt af ruglaða vísindamanninum Bernard Chisholm sem óttast innrás geimvera. Þegar Vala, systir Faoru er rænt rannsakar Clark málið en Zod treystir honum ekki vegna þess að hann telur að Clark hafi eyðilagt sólarturninn. Chisholm hefur samband við Lois og vill að hún flytji frétt um geimveruinnrásina. Á meðan kemst Oliver að því að Chloe hefur safnað saman kryptonítvopnum. - Titillinn þýðir "Samsæri" Höfundar: Al Septien og Turi Meyer, Leikstjóri: Turi Meyer | ||||
„Escape“ | 2. apríl 2010 | 190 – 916 | ||
Lois og Clark fara á rómantískt gistiheimili í sveitinni en hitta Chloe og Oliver þar sem par. Á sama tíma losnar andi Silver Banshee frá undirheimunum og ætlar sér að drepa alla karlmenn. Tess kemst að því að Zod hefur öðlast kryptonska ofurkrafta frá blóðinu úr Clark. Í lokin þykist Zod vera The Blur til að plata Lois. - Titillinn þýðir "Flótti" þ.e.a.s Clark, Lois, Oliver og Chloe flýja úr borginni til að eiga rómantíska helgi. Höfundur: Genevieve Sparling, Leikstjóri: Kevin Fair | ||||
„Checkmate“ | 9. apríl 2010 | 191 – 917 | ||
Checkmate rænir Oliver til að fá hann til að vinna með þeim gegn væntanlegri geimveruinnrás. Clark og Chloe reyna að finna hann á meðan J'onn J'onzz vinnur fyrir Red Queen. Höfundur: John Chisholm, Leikstjóri: Tim Scanlan | ||||
„Upgrade“ | 16. apríl 2010 | 192 – 918 | ||
Tess er að vinna með ýmiskonar kryptonít til að uppfæra John Corben/Metallo. Lois rannsakar staðinn og Corben sleppur. Clark ákveður að komast að því hvað gerðist og smitast af rauðu kryptoníti. Hann kemst að kryptonítvopnum Chloear og gengur í lið með Zod og saman eyðileggja þeir vopninn og Clark fer með hann til Einveruvirkisins. Chloe og Tess fá Corben til að stöðva þá. - Titillinn þýðir "Uppfærsla" Höfundar: Drew Landis og Julia Swift, Leikstjóri: Michael Rohl | ||||
„Charade“ | 23. apríl 2010 | 193 – 919 | ||
The Blur er festur á filmu þegar hann bjargar Lois frá nýslepptum Ray Sacks. Lois og Clark reyna að koma í veg fyrir að myndbandið komist til Sacks en rekast á Checkmate-fulltrúann Maxwell Lord. Chloe kemst að því að Zod hefur ofurkrafta. - Titillin þýðir "Látaleikur" Höfundar: Holly Henderson og Don Whitehead, Leikstjóri: Brian Peterson | ||||
„Sacrifice“ | 30. apríl 2010 | 194 – 720 | ||
Tess brýst inn í Watchtower og hún og Chloe festast inni þegar þjófavörnin skynjar tölvuhökkunarbúnað inni í Tess. Checkmate reynir að hakka inni móðurtölvu Watchtower og drepa Tess. Oliver ákveður að það þarf að gera eitthvað varðandi Zod og Clark segir Faoru að Zod hefur öðlast krafta. Zod brennur Z-merki á Oliver og drepur Faoru þegar hún gengur í lið með Checkmate. Síðan rústar hann höfuðstöðvum Checkmate og gefur hermönnum sínum ofurkrafta og fer hann með þau í stríð við jörðina. - Titillin þýðir "Fórn" og vísar til þess að Chloe fórnar Watchtower til að bjarga sjálfri sér og Tess. Saga: Justin Hartley og Walter Wong, Handrit: Justin Hartley, Walter Wong og Bryan Miller, Leikstjóri: Kevin Fair | ||||
„Hostage“ | 7. maí 2010 | 195 – 921 | ||
Martha Kent kemur aftur til Smallville með nýjan kærasta, Perry White, og heimsækir Clark og Lois. Perry og Lois vinna saman að frétt um Red Queen. Chloe hjálpar Clark að finna Bók Raos sem á víst að geta stöðvað Zod og hermenn hans. Clark kemst að því að Martha sé Red Queen og að Bók Raos er tæki sem sendir alla Krypton-búa til annarar plánetu, þar á meðal hann sjálfan. - Titillinn þýðir "Gísl" Höfundar: Jordan Hawley og Anne Cofell Saunders, Leikstjóri: Michael Rohl | ||||
„Salvation“ | 14. maí 2010 | 196 – 922 | ||
Clark fær sýn í framtíðina árið 2013 og sér sig sem Ofurmennið. Á meðan brenna hermenn Zod mark hans allstaðar um heiminn og ofurhetjuteymið reynir að stöðva þá. Clark reynir að fá ráð hjá Jor-El en Zod eyðleggur móðurtölvu Virkisins og drepur Tess. Clark ákveður að nota Bók Raos. Zod fær Lois til að stela Bók Raos og afhenda hana honum. Lois kemst að þessu og afhendir The Blur tækið. Clark kyssir hana og hún kemst að því að Clark sé The Blur. Oliver og Chloe reyna að endurstilla gervihnattakerfi Watchtower en einhverjir ráðast á og ræna Oliver. Clark segir hermönnum Zod að Zod myrti Faoru og þau ákveða að leyfa Clark að senda sig til Nýju-Krypton. Zod tekur upp bláan kryptonít hníf sem veldur því að hann og Clark fara ekki til nýja heimsins. Clark lætur Zod stinga sig með hnífnum og fleygir sér fram af turni svo að Zod fari frá jörðinni. - Titillin þýðir "Frelsun" eða "Sáluhjálp" Höfundar: Al Septien og Turi Meyer, Leikstjóri: Greg Beeman | ||||