Fara í innihald

Skattagrið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Skattagrið felast í því að náða þá sem hafa skotið undan skatti eða gefa þeim tækifæri til þess að greiða einhvern hluta eða allan vangoldin skatt án þess að eiga á hættu að vera sóttir til saka. Tilgangur þeirra er vanalega að auka skatttekjur, spara kostnað vegna skattrannsókna og eða afla upplýsinga um eðli skattsvika og umfang. Ýmsar útfærslur hafa verið reyndar, svo sem með sérstökum viðurlögum fyrir þá sem dæmdir eru fyrir skattsvik eftir að hafa boðist skattagrið í þeim tilgangi að hvetja menn til þess að nýta sér tækifærið.

Gögn sem safnast eftir að skattagrið eru veitt hafa sýnt að undanskot aukast vegna hárra skatta og að tekjuhærri einstaklingar svíkja meira undan skatti. [1] Þeir sem eru í sjálfstæðum rekstri eru líklegri til að svíkja undan skatti en aðrir á vinnumarkaði samkvæmt sömu gögnum. Sú fjárhæð sem aflast með beinum hætti gegnum skattagrið er ekki endilega meginatriðið hverju sinni heldur getur það verið hluti af stærri breytingum á skattalöggjöf[2] og í þeim tilgangi að tryggja að þeir sem hafa fram til þessa farið á svig við lög geti greitt skatta með löglegum hætti í framtíðinni, þar eð ef þeir byrjuðu skyndilega að telja miklar tekjur til skatts myndi það vekja spurningar um skattaskil fyrir þann tíma.

Skattagrið geta haft neikvæð áhrif, til dæmis ef skattgreiðendur búast við því að fá grið í framtíðinni gætu þeir verið líklegri til þess að skjóta undan skatti. Eins getur þetta valdið reiði meðal almennra skattgreiðanda sem hafa staðið í skilum en sjá aðra fá afslátt eða undanþágu eftir að hafa brotið lög. Almennt hafa lög um skattagrið verið samþykkt án þess að meirihluti kjósenda hafi verið hlynntir slíku.[2] Opin umræða um skattagrið og kosningar um skattagrið gerir þau mögulega líklegri til árangurs með því að auka skattaskil. [2]

Erfitt hefur reynst að sýna fram á hversu gagnleg skattagrið eru[2][3][4][5][6][7] meðal annars vegna þess að aðgangur að gögnum um umfang skattsvika í kjölfar skattgriða hefur verið takmarkaður, gögn ekki verið nógu nákvæm eða þeim jafnvel eytt.[8] Taki skattagrið til útistandandi skulda virðist gagnsemi þeirra aukast með tilliti til endurheimtu. Því oftar sem skattgrið eru veitt og því styttri tími sem líður á milli þess að skattgrið eru veitt því lægri eru endurheimtur. [9][10] Skattagrið gætu einnig verið gagnlegri ef þau eru veitt á tímum uppsveiflu þegar laun eru að hækka. [11]

Lönd sem hafa veitt skattagrið

[breyta | breyta frumkóða]
  • Bandaríkin (ýmis fylki innan Bandaríkjanna frá 1984, sum hver oftar en einu sinni)
  • Argentína
  • Kólumbía
  • Brasilía
  • Indland
  • Filipseyjar
  • Tyrkland
  • Sviss (kantónur innan Sviss síðan snemma á síðustu öld)
  • Írland
  • Grikkland
  • Ítalía
  • Spánn
  • Portúgal
  • Rússland
  • Suður-Afríka
  • Þýskaland
  • Australía
  • Belgía

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Tax Rates and Tax Evasion: Evidence from California Amnesty Data. National Tax Journal, Vol. 43, No. 2 ( June 1990): 189-199.
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 Is Forgiveness Divine? A Cross-Culture Comparison of Tax Amnesties. TORGLER, SCHALTEGGER, SCHAFFNER.
  3. PARTICIPATION IN TAX AMNESTIES: THE INDIVIDUAL INCOME TAX. National Tax Journal, Vol. 42, no. 1, (March, 1989), pp. 15-27
  4. TAX AMNESTIES AND COMPLIANCE IN THE LONG RUN: A TIME SERIES ANALYSIS. National Tax Journal Vol. 46, no. 1, (March, 1993), pp. 53-60
  5. Evidence on subsequent filing from the state of Michigan's income tax amnesty. Christian, Charles W;Gupta, Sanjay;Young, James C National Tax Journal; Dec 2002; 55, 4; ProQuest Central pg. 703
  6. TAX AMNESTIES AND POLITICAL PARTICIPATION. TORGLER, SCHALTEGGER. PUBLIC FINANCE REVIEW, Vol. 33 No. 3, May 2005 403-431
  7. Are State Tax Amnesty Programs Associated with Financial Reporting Irregularities? Public Finance Review 2014, Vol. 42(6) 774-799
  8. Amnesty for State Tax Evaders: Lessons From the California Experience. Eighty-first Annual Conference on Taxation, 1988: 133-139
  9. FAST MONEY? THE CONTRIBUTION OF STATE TAX AMNESTIES TO PUBLIC REVENUE SYSTEMS. National Tax Journal, September 2012, 65 (3), 529–562.
  10. The Revenue Impact of Repeated Tax Amnesties. Luitel and Sobel . PUBLIC BUDGETING & FINANCE · AUGUST 2007
  11. Liberalization and tax amnesty in a developing economy. Pinaki Bose , Michael Jetter. Economic Modelling. 22 January 2012.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.