Fara í innihald

Sigil

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sigil er ókeypis opinn hugbúnaður og ritill til að skrifa EPUB rafbækur. Hönnun á Sigil ritlinum hófst árið 2009 og voru það Strahinja Val Marković og fleiri sem stóðu að því. John Schember var aðahönnuður frá júlí 2011 til júní 2015. Kevin Hendricks og Doug Massay tóku yfir hönnun á Sigin í júní 2015.

Sigil er fáanlegt fyrir Microsoft Windows, Mac OS X og Linux og er gefið út undir GNU GPL notendaleyfi. Sigil styður bæði við ritun á EPUB skjölum með því að nota kóða og WYSIWYG ritvinnslu og mögulegt er að taka in bæði HTML og einfaldar textaskrár. Sigil styður vel EPUB2 staðal en bauð upp á takmarkaðan stuðning við EPUB3 þangað til með útgáfu 0.9.3 sem kom út í janúar 2016 og er nú unnið að því að gera Sigil bæði samhæft EPUB2 og EPUB3.