Sandro Botticelli
Útlit


Alessandro di Mariano di Vanni Filipepi, betur þekktur sem Sandro Botticelli (1. mars 1445 – 17. maí 1510) var ítalskur myndlistarmaður snemma á endurreisnartímanum. Orðspor Botticellis beið hnekki að honum látnum fram á 19. öld en síðan þá hafa verk hans gjarnan verið talin einkennast af þokka snemmendurreisnarinnar og málverk hans Fæðing Venusar og Primavera eru talin meðal meistaraverka myndlistar endurreinsarinnar.