Rúnar Gunnarsson (plata)
Útlit
Rúnar Gunnarsson | |
---|---|
T 121 | |
Flytjandi | Rúnar Gunnarsson |
Gefin út | 1972 |
Stefna | Dægurlög |
Útgefandi | Tónaútgáfan |
Rúnar Gunnarsson er 45-snúninga hljómplata gefin út af Tónaútgáfunni árið 1972. Á henni flytur Rúnar Gunnarsson tvö lög. Platan er hljóðrituð í stereo. Prentun: Valprent h.f.Akureyri.
Lagalisti
[breyta | breyta frumkóða]- Draumanótt - Lag - texti: Rúnar Gunnarsson - Böðvar Guðmundsson
- Við söng og gleði - Lag - texti: Rúnar Gunnarsson
Textabrot af bakhlið plötuumslags
[breyta | breyta frumkóða]Rúnar Gunnarsson kom fyrst fram í sviðsljósið, með Dátum. Og varð strax vinsæll,sem söngvari, hljóðfæraleikari og lagasmiður. Síðan var Rúnar í Hljómsveit Ólafs Gauks um tíma og lék og söng með þeirri hljómsveit inn á nokkrar hljómplötur. Nú hefur ekkert heyrst frá Rúnari um nokkurn tíma, þar til þessi plata kemur út. En á henni syngur hann tvö lög eftir sjálfan sig.
Rúnari til aðstoðar eru þeir: Birgir Hrafnsson, Karl Muller, Sigurjón Sighvatsson og Sigurður Karlsson . |
||
— NN
|