Fara í innihald

Ríkið (Platon)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þessi grein fjallar um
samræður eftir Platon
1. fjórleikur:
Evþýfron
Málsvörn Sókratesar
KrítonFædon
2. fjórleikur:
KratýlosÞeætetos
Fræðarinn
Stjórnvitringurinn
3. fjórleikur:
ParmenídesFílebos
SamdrykkjanFædros
4. fjórleikur:
Alkibíades IAlkibíades II
HipparkosElskendurnir
5. fjórleikur:
ÞeagesKarmídes
LakkesLýsis
6. fjórleikur:
EvþýdemosPrótagóras
GorgíasMenon
7. fjórleikur:
Hippías meiriHippías minni
JónMenexenos
8. fjórleikur:
KleitofonRíkið
TímajosKrítías
9. fjórleikur:
MínosLögin
EpinomisBréf
Verk utan fjórleikja:
(Almennt talin ranglega eignuð Platoni
að eftirmælunum undanskildum)
SkilgreiningarUm réttlætið
Um dygðinaDemodókos
SísýfosHalkýon
EryxíasAxíokkos
Eftirmæli

Ríkið (gríska Πολιτεία) er áhrifamikið heimspeki- og stjórnspekirit í tíu bókum eftir gríska heimspekinginn Platon, samið um 380 f.Kr. Verkið er í formi samræðu milli Sókratesar, kennara Platons, og Glákons og Adeimantosar, bræðra hans, meðal annarra.

Sögusvið og persónur

[breyta | breyta frumkóða]
P. Oxy. 3679

Meginþátttakendur í samræðunni eru:

  • Sókrates
  • Glákon, eldri bróðir Platons
  • Adeimantos, annar eldri bróðir Platons
  • aðrir sem koma við sögu eru Kefalos, eldri maður, Pólemarkos, sonur Kefalosar, Þrasýmakkos, fræðari, og vinur hans Kleitófón. Karmantídes frá Paíaníu.
  • Þrjár persónur eru viðstaddar en þöglar, þ.e. taka ekki þátt í samræðunnni: Lýsías og Evþýdemos, synir Kefalosar, og Níkeratos.

Sögusviðið er heimili Kefalosar í Píraíos, hafnarborg Aþenu.

Samræðan er öll endursögn Sókratesar.

Samræðan fjallar um réttlætið og hefst út frá leit að skilgreininu á réttlætinu. Meðal annars sem rætt er um er fyrirmyndarríkið og frummyndakenningin.

Eftirfarandi eru þrjár greiningar á uppbyggingu samræðunnar.

Bertrand Russell

[breyta | breyta frumkóða]

Í riti sínu History of Western Philosophy (1945) greinir Bertrand Russell samræðuna í þrjá hluta

  1. Bækur I-V: Draumalandið: sá hluti samræðunnar sem fjallar um fyrirmyndarríkið, hefst á tilraun til að skilgreina réttlæti;
  2. Bækur VI-VII: Úr því að heimspekingar eru taldir fyrirmyndarstjórnendur slíks samfélags er leitað að skilgreiningu á heimspekingi í þessum hluta;
  3. Bækur VIII-X: Fjalla um ýmis hagnýt atriði, mismunandi stjórnarfyrirkomulag, kosti þess og galla.

Skipting Cornfords, Hildebrandts og Voegelins

[breyta | breyta frumkóða]

Francis Cornford, Kurt Hildebrandt og Eric Voegelin hafa skipt samræðunni öðruvísi niður:

Formáli
I.1. 327a—328b. Ferðin til Píraíos
I.2—I.5. 328b—331d. Kefalos. Réttlæti og eldri kynslóðin
I.6—1.9. 331e—336a. Pólemarkos. Réttlæti og miðkynslóðin
I.10—1.24. 336b—354c. Þrasýmakkos. Réttlæti og fræðarinn
Inngangur
II.1—II.10. 357a—369b. Spurningin: Er réttlæti betra en ranglæti?
I. hluti: Tilurð og skipan ríkisins
II.11—II.16. 369b—376e. Tilurð ríkisins
II.1—III.18. 376e—412b. Menntun varðmannanna
III.19—IV.5. 412b—427c. Stjórnarskrá ríkisins
IV.6—IV.I9. 427c—445e. Réttlæti í ríkinu
II. hluti: Hugmyndin í verki

V.1—V.16. 449a—471c. Lífhyggja um borgríkið og Grikki

V.17—VI.14- 471c—502c. Stjórn heimspekinganna
VI.19—VII.5. 502c—521c. Frummynd hins góða
VII.6—VII.18. 521c—541b. Menntun heimspekinganna
III. hluti: Hnignun ríkisins
VIII.1—VIII.5. 543a—550c. Sæmdarveldið
VIII.6—VIII.9. 550c—555b. Auðveldið
VIII.10—VIII.13. 555b—562a. Lýðræðið
VIII.I4—IX-3. 562a—576b. Harðstjórnin
Niðurstaða
IX.4—IX.13. 576b—592b Svar: Réttlæti er betra en ranglæti
Bókarlok
X.1—X.8. 595a—608b. Hermilist hafnað
X-9—X.11. 608c—612a. Ódauðleiki sálarinnar
X.12 612a—613e. Laun réttlætis í lífinu
X.13—X.16. 613e—631d. Dómur dauðra

Leo Strauss

[breyta | breyta frumkóða]

Leo Strauss telur að samræðan sé í fjórum hlutum: Hann telur að samræðan öll sé eins konar leikrit þar sem persónurnar hafa hver sitt sjónarmið og mismikinn skilning:

  1. 1. bók: Sókrates er neyddur heim til Kefalosar. Þrjár skilgreiningar á réttlæti eru settar fram og engin er talin fullnægjandi.
  2. 2.-5. bók: Glákon og Adeimantos skora á Sókrates að sýna fram á hvers vegna fullkomlega réttlát manneskja, sem allir telja að sé óréttlát, sé hamingjusamari en fullkomlega óréttlát persóna, sem enginn veit að er óréttlát og allir telja að sé réttlát. Þessi áskorun knýr samræðuna áfram. Glákon og Adeimantos ganga út frá tiltekinni skilgreiningu á réttlæti og því reynir Sókrates fyrst að fá hópinn til að rannsaka réttlætið og síðan svara spurningunni um gildi réttlætisins í lífinu.
  3. 5.-6. bók: Nú er fyrirmyndarríkið sem rætt hefur verið um í fyrri bókum gagnrýnt. Helsta gagnrýnin er, samkvæmt Leo Strauss og Allan Bloom, nemanda hans: sameignarstefna, sameign á konum og börnum, og stjórn heimspekinganna.
  4. 7.-10. bók: Sókrates hefur náð að sannfæra áheyrendur sína, að minnsta kosti um stundarsakir, um að réttlát manneskja sé hamingjusöm. Hann ræðir nú um pólitíska hnignun og lýkur samræðunni með goðsögu, goðsögninni um Er, sem er eins konar huggun handa þeim sem eru ekki heimspekingar og óttast dauðann.

Fyrirmynd greinarinnar var „Republic (Plato)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 21. október 2006.

  • „Er Ríkið eftir Platon merkasta heimspekirit sem skrifað hefur verið?“. Vísindavefurinn.
  • „Hver eru helstu ritverk Platons?“. Vísindavefurinn.
  • „Hafa rit Platons og Aristótelesar verið útbreidd og þekkt frá því þau voru skrifuð?“. Vísindavefurinn.