Fara í innihald

Phyllostachys aureosulcata

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Phyllostachys aureosulcata
黄槽竹 - (huáng cáo zhú)
Phyllostachys aureosulcata f. spectabilis
Phyllostachys aureosulcata f. spectabilis
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Einkímblöðungar (Liliopsida)
Ættbálkur: Grasættbálkur (Poales)
Ætt: Grasaætt (Poaceae)
Undirætt: Bambusoideae
Yfirættflokkur: Bambusodae
Ættflokkur: Bambuseae
Undirættflokkur: Shibataeinae
Ættkvísl: Phyllostachys
Tegund:
Ph. aureosulcata

Tvínefni
Phyllostachys aureosulcata
McClure

Phyllostachys aureosulcata, gulgrópar bambus, er harðgerður skriðull bambus með áberandi gula gróp í stönglunum sem er oft ræktaður til skrauts.[1][2]

Þessi bambus getur náð 9m hæð með stönglum sem ná um 4 sm. í ummál. [2] Á svæðum þar sem meðal lágmarkshiti er yfir -15°C, getur hann náð 14m hæð, með ummál að 6,5 sm.[3] Aðalform tegundarinnar hefur dökkgræna stöngla með gulri gróp.[1] Brumhlífar stönglanna eru fjólugrænar oft með gulri rönd.[2] Neðri hlutar stönglanna eiga til að svigna í sikksakk.[4]

Phyllostachys aureosulcata
Phyllostachys aureosulcata
Blöð Phyllostachys aureosulcata
Brum Phyllostachys aureosulcata Lama Temple

Útbreiðsla

[breyta | breyta frumkóða]

Þessi bambus vex á svæðum frá heittempruðu belti til tempraðs beltis og þolir lágan vetrarhita betur en flestir aðrir bambusar, verandi einn af harðgerðustu bambusunum í ættkvíslinni Phyllostachys.[5] Utan náttúrulegs útbreiðslusvæðis tegundarinnar og og þar sem kaldasti mánuður hefur meðalhita neðan -4°C (25°F), eru laufin ekki sígræn og geta gulnað og fallið.[heimild vantar]

Á svæðum með verulega köldum vetrum (USDA svæði 4 eða kaldari) í nyrðri hluta Bandaríkjanna, norður Asíu, og öðrum köldum svæðum, deyr allur yfirvöxtur ef hiti helst undir -18°C (0°F) í lengri tíma [heimild vantar] en mun vaxa upp aftur að vori upp í 1,8 til 2,4m, jafnvel þó hiti hafi farið niður í -34°C (-30°F). [3]

Phyllostachys aureosulcata er algengur bambus í Bandaríkjunum, Evrópu, Asíu og hlutum Ástralíu. Í Kína er hann ræktaður í Bejing og héröðunum Henan, Jiangsu og Zhejiang.[2]


Rætaður aðallega til skrauts, er þessi tegund ein sú besta til framleiðslu á ætum bambussprotum, laus við óþægilegt bragð jafnvel hrár.[6] Kröftug útbreiðsla, með uppréttan vöxt sem er góður í gerði.[3][6]

  1. 1,0 1,1 „Bamboo Garden - Phyllostachys aureosulcata. Sótt 2. júlí 2009.
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 „Phyllostachys aureosulcata in Flora of China“. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. janúar 2021. Sótt 2. júlí 2009.
  3. 3,0 3,1 3,2 „Lewis Bamboo - Phyllostachys aureosulcata (Yellow Groove Bamboo)“. Sótt 24. maí 2011.
  4. „Bamboo Garden - Phyllostachys aureosulcata 'Spectabilis'. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. desember 2021. Sótt 2. júlí 2009.
  5. „Hardiness ratings“. Afritað af uppruna á 19. júní 2012. Sótt 19. júní 2012.
  6. 6,0 6,1 Umberto Quattrocchi (2006). CRC World Dictionary of Grasses. CRC. bls. 1705. ISBN 978-0-8493-1303-5.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.