Fara í innihald

Notandi:Halldóra Elínborg Björgúlfsdóttir/sandbox

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Stelpubönd

[breyta | breyta frumkóða]

Stelpubönd eru stór hluti af tónlistarheiminum. Þessi tónlistarstefna varð til á 3. áratugnum. Popp-, R&B- og danstónlist eru þó alsráðandi meðal þessara banda í dag sem og síðustu 20 ára. Upphaflegt hlutverk þeirra var að keppa við frægu strákaböndin sem voru hvað vinsælust á hverjum tíma fyrir sig. Sem dæmi um helstu keppinauta stelpubandanna á 10. áratugnum og í kringum aldamótin 2000 má nefna ‘N Sync, Backstreet Boys, McFly og Blue, strákabönd sem flestir kannast við enn þann dag í dag. Destiny's Child, TLC, Pussycat Dolls, Atomic Kitten, Sugababes og Girls Aloud voru vinsælustu hljómsveitirnar sem teflt var fram sem svar á móti strákaböndunum fyrrnefndu.

[[Mynd:|300x180px|framed|vinstri|]]

Útbreiðsla
[breyta | breyta frumkóða]

Nú til dags hefur dregið verulega úr böndum sem samanstanda aðeins af meðlimum af sama kyni. En rétt eins og strákaböndin þá náðu stelpuböndin einnig verulegri útbreiðslu um allan heim. Sem dæmi um band sem fellur undir þessa tegund tónlistarstefnu má nefna hina víðfrægu bresku hljómsveit Spice Girls , eitt allra vinsælasta stelpuband allra tíma. Þær hafa selt gríðarlegt magn platna um allan heim, fleiri en nokkuð annað stelpuband. Meðlimir hljómsveitarinnar eru Emma Bunton (Baby spice), Geri Halliwell (Ginger spice), Melanie Brown (Scary spice), Melanie Chishholm (Sporty spice) og Victoria Beckham (Posh spice). Kryddpíurnar eins og þær eru kallaðar á íslensku hafa selt yfir 55 milljónir platna út um allan heim. Þær voru stofnaðar árið 1994. Simon Fuller var umboðsmaðurinn þeirra og sá um að koma þeim á kortið, það tókst svo sannarlega. Þeirra frumraun var lagið Wannabe sem kom út sem 1 lags smáskífa. Lagið er meðal þeirra mest seldu allra tíma. Það náði toppsæti lagalista í yfir 30 löndum. Lagið var einnig upphafslag vinsælustu plötu sveitarinnar Spice sem seldist í yfir 28 milljón eintökum.

Spice Girls


Þessi svokölluðu stelpubönd innihalda oftast 3 eða 5 stelpur, þó er það ekki stöðluð stærð á stelpubandi. Í Japan má finna stelpuband sem samanstendur af 88 stelpum frá aldrinum 13-25+. Bandið AKB48 á þann titil Guinnes World Records að vera stærsta popp grúppa í heimi. Sú tegund tónlistar sem þær spila er svokallaða tyggjó-popp eða bubblegum-pop. Tyggjó-popp og allt upp í hart metal er meðal þess sem stelpuböndin hafa tekið sér fyrir hendur. Það kemur þó oftast fyrir að ein úr hverri hljómsveit verði þekktari en hinar. Dæmi um 3 meðlima stelpubönd eru The Supremes frá 7. áratugnum. Diana Ross var á meðal þeirra og einnig sú sem skein hvað skærast af þeim. Destiny's Child frá 10. áratugnum bar að geyma Beyonce sem nú í dag er að slá í gegn ein og sér. Beyonce leit m.a. mikið upp til The Supremes og notfærði sér stíl þeirra í klæðaburði og tónlist. Fjölmennari böndin sem samanstóðu af 5 stelpum eins og Pussycat Dolls innhéldu einnig eina sem varð frægari en hinar. Í þeirri hljómsveit var það Nicole Scherzinger sem varð stjarnan í bandinu og hálfgert andlit þess. Girls Aloud á einnig sína stjörnu, Cheryl Cole. Hún er þó aðallega fræg fyrir að vera gift fótboltakappanum Ashley Cole , alveg eins og síðast en ekki síst Victoria Beckham sem er gift David Beckham. Victoria Beckham var sú sem varð frægust af Spice Girls stelpunum. Í dag er hún ekki þekktust sem sönkona heldur módel og fatahönnuður. Hún framleiðir fatalínuna VB jeans fyrir gallabuxna fyrirtækið Rock & Republic og einnig sólgleraugu og snyrtivörur undir nafninu Intimately Beckham ásamt mörgu öðru.

Tíska er eitt aðalatriði þessarar tónlistarstefnu. Hver einasti meðlimur grúppunnar hefur sinn stíl. Spice Girls sem dæmi voru miklar fyrirmyndir ungra stúlkna þegar þær stóðu sem hæst. Næstum hver einasta stúlka átti sér eina uppáhalds kryddpíu og klæddi sig alveg eins og hún. Kryddpíurnar áttu hver sinn lit og stíl þegar þær komu fram á tónleikum eða öðru slíku. Emma var þessi krúttlega. Hún var ljóshærð og saklaus í útliti á kynþokkafullan hátt, Geri var rauðhærð oft mjög djarflega klædd, þekkt sérstaklega fyrir að klæðast oft breska fána mynstrinu. Mel B einkenndist af hlébarðamynstri og samfestingum. Mel C var íþróttatýpan, gekk um í jogging buxum frá hinum ýmsu íþróttafyrirtækjum. Hún var með áberandi tattú og var strákastelpan í hópnum. Victoria var síðan þessi sem var sexý. Dökkhærð, hávaxin, ofurmjó, allt sem til þurfti í eitt stykki súpermódel.

The Supremes var þekktasta stelpuband Motown. Mörg stelpubönd spruttu upp hjá Motown eins og eins konar tískubylgja. Marvelettes, Martha and the Vandellas og The Velvelettes sem dæmi. Allt eru þetta stelpubönd með aðeins lituðum meðlimum. R&B einkenndi þessi bönd, en jafnframt eins hárkollur og kjólar. Þeirra útlit var staðlað útlit tónlistarkvenna á 7. áratugnum. Allar voru þær eins með sínar stuttu púffuðu hárkollur og stuttu kjóla með hefbundnu beinu sniði. Ólíkt við það sem við þekkjum í dag. Tónlistarkonur nútímans vilja skera sig úr fjöldanum með frumlegum klæðnaði til þess að vekja sem mesta athygli. Útlitið hefur meira að segja en hæfileikar í dag, öfugt við 7. áratuginn.

The Supremes

Fyrir tíma The Supremes og Motown voru The Chordettes. Þær lágu í frægðarljómanum í kringum 1950. Þeirra frægasta lag er líklegast Mr. Sandman. The Fontane Sisters og The McGuire Sisters voru einnig uppi í kringum sama tíma. Þessar þrjár hljómsveitir eru meðal þeirra fyrstu sem hafa tekið þátt í að móta fyrirbærið Stelpuband. Þó það sé mikill munur á þeim og tónlist nútímans, byggist bæði á sömu hugmyndafræðinni. Þeirri einföldu hugmyndafræði um band sem samanstendur einungis af kvenkyns meðlimum.


http://www.allmusic.com/artist/spice-girls-mn0000008828

http://www.allmusic.com/artist/the-supremes-mn0000477875

http://www.allmusic.com/artist/destinys-child-mn0000210991

http://www.allmusic.com/album/victoria-beckham-mw0000455376