Notandaspjall:68.3.67.81
Þú ert nú búin að stofna ofsalega margar síður með textanum, „.... gamanleikari(uppistandari osf.) og þekktastur.“ án þess að geta fyrir hvað viðkomandi er þekktur. Ef þú ætlar að halda áfram að stofna svona stubba síður um frægt fólk, væri betra að þú slepptir orðinu „þekktastur“, þangað til fyrir hvað viðkomandi er þekktur er sett inn. Þess fyrir utan væri gaman að þú bættir meiri upplýsingum við þessar greinar frekar en stofna svona ofsalega margar með svona litlum upplýsingum. Bragi H (spjall) 31. október 2012 kl. 10:10 (UTC)
Leikarar og uppistandarar
[breyta frumkóða]Sæl(l). Ég væri til í að fá að vita hvernig þú skilgreinir það að vera leikari eða uppistandari. Í greinum sem þú hefur skrifað fullyrðir þú að fólk eins og Kiefer Sutherland, Queen Latifah, Michael J. Fox, Mark Hamill og Melanie Griffith séu uppistandarar en ég veit ekki til þess að neitt þeirra hafi stundað þá iðju. Þú segir líka að Billy Mays og Richard Simmons séu leikarar og uppistandarar en eftir því sem ég best veit þá eru þeir hvorugt.--Jóhann Heiðar Árnason (spjall) 3. febrúar 2013 kl. 21:54 (UTC)
Þetta er spjallsíða fyrir óskráðan notanda sem hefur ekki enn búið til aðgang eða notar hann ekki. Slíkir notendur þekkjast á IP-tölu sinni. Það getur gerst að margir notendur deili sömu IP-tölu þannig að athugasemdum sem beint er til eins notanda geta birst á spjallsíðu annars. Skráðu þig sem notanda til að koma í veg fyrir slíkan misskilning.