Fara í innihald

Norwich City F.C.

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Norwich City Football Club
Fullt nafn Norwich City Football Club
Gælunafn/nöfn Kanarífuglarnir
Stytt nafn Norwich City
Stofnað 17. júní 1902
Leikvöllur Carrow Road
Stærð 26.164
Stjórnarformaður Delia Smith
Knattspyrnustjóri David Wagner
Deild Enska meistaradeildin
2020-2021 1. sæti.
Heimabúningur
Útibúningur

Norwich City Football Club (einnig þekktir sem Kanarífuglarnir) er enskt knattspyrnufélag staðsett í Norwich, Norfolk. Liðið féll í ensku meistaradeildina árið 2020 en komst svo upp í úrvalsdeildina ári síðar.

Liðið var meðal stofnenda ensku úrvalsdeildarinnar á árunum 1991 til 1992, spiluðu í þeirri deild fyrstu þrjú árin og snéru svo aftur eina leiktíð á árunum 2004 til 2005. Það komst upp í ensku efstu deildina árið 1972, og hafa spilað samtals 18 leiktíðir í efstu deild, lengsta samfellda tímabilið varði í 9 ár. Norwich hafa unnið enska deildabikarinn tvisvar, annarsvegar árið 1962 og hinsvegar árið 1985. Norwich spiluðu síðast í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2019-2020.

Félagið var stofnað þann 17. júní árið 1902. Síðan árið 1935, hafa Norwich leikið leiki sína á Carrow Road og hafa verið erkióvinir austur-anglísku nágrannana Ipswich Town, sem að þeir hafa keppt gegn 134 sinnum, og hafa borið sigur úr býtum 51 sinni frá árinu 1902.

Stuðningsmannalagið On The Ball, City er sagt vera elsta fótboltalag í hinum enskumælandi heimi.[1]

Þekktir leikmenn

[breyta | breyta frumkóða]

Neðanmálsgreinar

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Eastwood. Canary Citizens.bls. 24
  Þessi knattspyrnugrein sem tengist Englandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.