Fara í innihald

Neisti (tímarit)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Neisti var íslenskt tímarit sem gefið var út frá 1963 fram til 1985. Fyrstu árin kom tímaritið út fjórum sinnum á ári en lengst af var það gefið út mánaðarlega með mjög misjöfnum blaðsíðufjölda. Neisti var alla tíð málgagn sósíalisma af ýmsum tegundum, þau samtök sem stóðu að útgáfunni skiptu um nafn fjórum sinnum á útgáfutímanum. Einnig breyttist innihald tímaritsins, frá sterku ívafi af menningarefni til harðlínu kommúnisma sem ekki síst snérist um deilur um réttan skilning á fræðikenningunni.

Æskulýðsfylkingin – Samtök ungra sósíalista, sem var ungliðahreyfing Sósíalistaflokksins, stóð að tímaritinu frá 1963 þar til að nafninu var breytt í Fylkingin - baráttusamtök sósíalista árið 1970. Hafði Æskulýðsfylkingin þá sagt skilið við Alþýðubandalagið sem var arftaki Sósíalistaflokksins.

Þegar trotskíistar höfðu náð meirihluta í samtökunum 1976 var nafninu breytt í Fylking byltingasinnaða kommúnista. Því var síðan endanlega breytt í Baráttusamtök sósíalista árið 1984.

Ritstjórar Neista voru:

[breyta | breyta frumkóða]
teikning af dagblaði  Þessi dagblaðs eða tímaritagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.