Munnur
Útlit
Munnurinn er fremsti hluti meltingarfæra dýra. Lífverur nærast um munn en hann auðveldar einnig raddbeitingu. Í munninum eru gjarnan tennur sem mylja og elta fæðuna. Munnvatnskirtlar sjá um að bleyta fæðuna og auðvelda för hennar niður meltingarfærin. Í henni eru meltingarensím. Tungan sér um að grípa um fæðuna og beina henni undir tannfletina. Aftast skilur úfurinn kokið frá munni. Munnur ólíkra dýrategunda er töluvert frábrugðinn öðrum.
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu Munnur.