Fara í innihald

Lordi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lordi 2023.

Lordi er finnsk þungarokkshljómsveit sem sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2006. Sveitin er þekkt fyrir að koma ávallt fram í skrímslabúningum, raunar neita þeir alfarið að láta taka af sér myndir eða fara í viðtöl án búninganna. Nafnið er samsvarandi enska orðinu „lord“ sem getur þýtt ýmislegt í íslensku.

Sveitin hefur verið starfandi síðan 1992 en gaf út sína fyrstu plötu 2002. 2006 tók hún svo þátt í undankeppni Eurovision í Finnlandi með lagi „Hard Rock Hallelujah“ sem hún sigraði með nokkrum yfirburðum. Hljómsveitin var þó nokkuð umdeild sem framlag Finna í aðalkeppninni í Aþenu bæði í Finnlandi sem og annars staðar í Evrópu, t.d. neitaði Kýpur að spila myndbandið við lag þeirra. Sveitin hefur verið sökuð um djöfladýrkun en herra Lordi, söngvari hennar, hefur vísað því á bug enda hefur hún m.a. sent frá sér lög eins og „The Devil is a Loser“ (djöfullinn er aumingi). Lordi vann þó keppnina með 292 stigum, 44 fleiri en lagið sem var í öðru sæti, og mesta stigafjölda sem hefur sést í keppninni frá upphafi. Þetta var einnig fyrsti sigur Finnlands í Eurovision sem aldrei hafði lent í hærra sæti en því sjöunda.

Fyrrverandi

[breyta | breyta frumkóða]
  • G-stealer (Sami Keinänen) - bassi (1996-1999)
  • Magnum (Sami Wolking) - bassi (1999-2002)
  • Kalma (Niko Hurme) - bassi (2002-2005)
  • Enary (Erna Siikavirta) - hljómborð (1996-2005)
  • Kita (Sampsa Astala) - trommur (2000-2010)
  • Otus (Tonmi Lillman)- trommur (2010-2012)
  • Awa (Leena Peisa) - hljómborð (2005-2012)
  • OX (Samer el Nahhal) - bassi (2005-2019)
  • Bend Over And Pray The Lord (1997) (Ekki Seld)
  • Get Heavy (2002)
  • The Monsterican Dream (2004)
  • The Monster Show (samblanda af Get Heavy & Monsterican Dream sem seld var í Bretlandi) (2005)
  • The Arockalypse (2006)
  • Deadache (2008)
  • Zombilation (2009)
  • Babez For Breakfast (2010)
  • Scarchives Vol. 1 (2012)
  • To Beast or Not To Beast (2013)
  • Scare Force One (2014)
  • Monstereophonic – Theaterror vs. Demonarchy (2016)
  • Sexorcism (2018)
  • Killection (2020)
  • Lordiversity (2021)

Smáskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Would You Love a Monsterman? (2002)
  • Devil is a Loser (2003)
  • Blood Red Sandman (2004)
  • My Heaven is Your Hell (2004)
  • Hard Rock Hallelujah (2006)
  • It Snows In Hell (2006)
  • Whos Your Daddy? (2006)
  • They Only Come Out At Night (2007)
  • Beast Loose In Paradise (2008)
  • Bite It Like a Bulldog (2008)
  • Deadache (2008)
  • This Is Heavy Metal (2010)
  • Rock Police (2010)
  • The Riff (2013)
  • Hug You Hardcore (2016)
  • Your Tongue’s Got the Cat (2018)
  • Naked in My Cellar (2018)
  • Shake the Baby Silent (2019)
  • I Dug a Hole in the Yard for You (2019)
  • Like A Bee To The Honey (2020)
  • Believe Me (2021)

Tónlistarmynbönd

[breyta | breyta frumkóða]
  • Devil is a Loser
  • Would You Love a Monsterman?
  • Blood Red Sandman
  • Hard Rock Hallelujah
  • It Snows In Hell
  • Whos Your Daddy
  • Would You Love a Monsterman 2006 version
  • Bite It Like a Bulldog
  • This Is Heavy Metal
  • The Riff
  • Scare Force One
  • Hug You Hardcore
  • Naked in My Cellar
  • I Dug a Hole in the Yard for You
  • Believe Me

lordi.fi Geymt 25 febrúar 2011 í Wayback Machine