Fara í innihald

Leikfélag Vestmannaeyja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Leikfélag Vestmannaeyja er leikfélag sem hefur starfað í Vestmannaeyjum frá 1910. Leiklistarstarfsemi hófst í Eyjum um miðja 19. öld. Aðdragandi að stofnun félagsins mun hafa verið sýning á leikritinu Ævintýri á gönguför (Eventyr paa Fodreisen) eftir Jens Christian Hostrup snemma um veturinn 1910 á vegum kvenfélagsins Líknar sem þá og lengi síðan hélt einnig uppi leikstarfsemi við ýmis tækifæri. Hið nýstofnaða leikfélag fékk strax lánuð leiktjöldin úr Ævintýrinu og setti upp sýningu þá um haustið.

Leiksýningar

[breyta | breyta frumkóða]

Leikfélag Vestmannaeyja hefur undanfarin ár, sett upp tvær sýningar. Eina að vori og eina að hausti.

Ár Vorsýning Haustsýning
2002 Saumastofan,Allt í plati Auga fyrir auga
2003 Gauragangur Litla Ljót
2004 Stone Free,Karíus og Baktus Dýrin í Hálsaskógi
2005 Makalaus sambúð Skilaboðaskjóðan
2006 Nunnulíf Móglí
2007 Himnaríki Blái Hnötturinn
2008 Hárið Grýla Gerir Uppreisn
2009 Sagan um Rockubusku Pétur Pan
2010 Fullkomið Brúðkaup Konungur Ljónanna
2011 Mamma Mía Ronja Ræningjadóttir
2012 Banastuð
2013 Grease
2014 Don't Stop Believin Dýrin í Hálsaskógi


  Þessi menningargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.