Fara í innihald

Laura Lynch

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Laura Lynch (fædd 18. nóvember 1958 er bandarískur tónlistarmaður og lagahöfundur. Hún er þekktust fyrir að vera einn af stofnendum hljómsveitarinnar The Chicks.

Laura Lynch er sjálfskipuð „kúrekastelpa“. Hún spilar á kontrabassa og er einstæð móðir. Lynch tók þátt í tónleikaferðalagi um Japan í hljómsveit sem kallaði sig Texas Rangers.

Heima í Texas tók hún þátt í því að stofna hljómsveitina Dixie Chicks þegar hún var 33 ára. Hún spilaði á bassa, tók þátt í aðalröddum og samdi einstaka lag. Robin Lynn Macy, söngkona og gítarleikari, og systurnar Emily Erwin og Martie Erwin voru einnig í hljómsveitinni.

  Þetta æviágrip sem tengist tónlist er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.