King Crimson
King Crimson var ensk hljómsveit sem spilaði tilraunakennt og framsækið rokk. Sveitin var stofnuð árið 1968 og fór gítarleikarinn Robert Fripp fyrir henni. Ýmsar mannabreytingar voru í sveitinni utan Fripps. King Crimson var starfrækt með hléum: 1968–1974, 1981–1984, 1994–2008 og 2013–2021.
Sveitin blandaði meðal annars jazzi, klassík, þjóðlagatónlist við rokk og notaðist við ýmis hljóðfæri eins og: Saxófón, fiðlu, mellotron hljómborð, flautu, ýmis konar ásláttarhljóðfæri og hljóðgervil.
Þekktasta verk Crimson er fyrsta plata þeirra: In the Court of the Crimson King.
Alls skipaði á þriðja tug manna King Crimson og fjölmargir komu að auki við sögu á plötum sveitarinnar, helst má nefna: Greg Lake, Keith Tippett, Jon Anderson, Mel Collins, Boz Burrell, Bill Bruford, John Wetton, David Cross, Jamie Muir, Tony Levin og Adrian Belew. [1] Peter Sinfield var textasmiður á fyrstu 4 plötum Crimson.
Sveitin hætti árið 2021. En fyrrum meðlimir hennar flytja enn lög hennar undir öðru nafni.
Breiðskífur
[breyta | breyta frumkóða]- In the Court of the Crimson King (1969)
- In the Wake of Poseidon (1970)
- Lizard (1970)
- Islands (1971)
- Larks' Tongues in Aspic (1973)
- Starless and Bible Black (1974)
- Red (1974)
- Discipline (1981)
- Beat (1982)
- Three of a Perfect Pair (1984)
- THRAK (1995)
- The ConstruKction of Light (2000)
- The Power to Believe (2003)
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Fræg fyrir framúrstefnu Mbl.is. Skoðað 1. maí, 2016.