Karviná
Útlit
Karviná (pólska Karwina) er fimmtánda fjölmennasta borg Tékklands, með nærri 56 þúsund íbúa (2015). Hún er höfuðstaður Karviná-héraðs, sem er eitt mikilvægasta kolaiðnaðarsvæði landsins. Langmikilvægasti vinnuveitandi héraðsins er námafyrirtækið OKD, sem stofnað var á valdatíma kommúnista í Tékkóslóvakíu. Fyrirtækið er jafnframt helsti bakhjarl Baník Karviná-handknattleiksliðsins og var heiti OKD bætt við nafn félagsins snemma á 21. öldinni.