Jimmy Wales


Jimmy Donal Wales, einnig kunnur sem Jimbo Wales (fæddur 7. ágúst 1966) er bandarískur Internet-frumkvöðull, helst þekktur af starfi sínu að margvíslegum verkefnum tengdum wiki-hugmyndinni. Þar á meðal eru Wikipedia, Wikimedia Foundation og fyrirtækið Wikia Inc..
Menntun
[breyta | breyta frumkóða]Wales lærði viðskiptafræði og hefur mastersgráðu í þeim fræðum. Hann hóf nám að doktorsgráðu í sömu efnum en hefur ekki lokið henni enn.
Starfsferill
[breyta | breyta frumkóða]Wales auðgaðist af áhættuviðskiptum tengdum gengissveiflum og segist hafa átt hugmyndauppkast að margtyngdu vefbundnu alfræðiriti á árinu 1999, sem var þó of hægvirkt til að koma að gagni. Árið eftir setti hann á stofn alfræðiritið Nupedia sem varð forveri Wikipedia. Hann réð Larry Sanger sem aðalritstjóra Nupedia og alls urðu til 24 greinar af hennar hálfu.
Wikipedia og Wikimedia stofnunin
[breyta | breyta frumkóða]Eftir að Larry Sanger setti fram hugmynd um að nota Wiki til að búa til alfræðirit fékk Jimmy Wales hann til að hefjast handa undir sinni stjórn. Í kjölfarið var Wikipedia verkefninu ýtt úr vör.
