Hornblendi
Útlit

Hornblendi er dökkur langrákóttur frumsteinn í súru og ísúru storkubergi og tilheyrir amfóbólflokki silikata.
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Hann er með glergljáa og ógegnsær og kristallar eru sexstrendingslaga. Litur svartur.
- Efnasamsetning: Ca2(Mag,Fe)4Al(Si7Al)O22(OH,F)
- Kristalgerð: Mónóklín
- Harka: 5-6
- Eðlisþyngd: 3,2
- Kleyfni: Góð
Hornblendi á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]Hornblendi er mjög fágætt á Íslandi en hefur fundist sem dílar í andesít- eða dasítinnskotum í Breiðdal og Króksfirði.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2