Hljóðskipti
Útlit
Hljóðskipti kallast það þegar skipt er um sérhljóð í stofni orðs til að mynda annað fall eða aðra tíð.
Hljóðskipti í sagnbeygingu
[breyta | breyta frumkóða]Sterkar sagnir
[breyta | breyta frumkóða]Hljóðskipti eru mjög algeng í sagnbeygingu, sem sést ef skoðaðar eru kennimyndir sterkra sagna.
Fyrsta kennimynd | Önnur kennimynd | Þriðja kennimynd | Fjórða kennimynd |
---|---|---|---|
nafnháttur | 1. persóna eintala þátíð framsöguháttur | 1. persóna fleirtala þátíð framsöguháttur | lýsingarháttur þátíðar |
Að finna | Ég fann | Við fundum | Ég hef fundið |
Að hljóta | Ég hlaut | Við hlutum | Ég hef hlotið |
Að líta | Ég leit | Við litum | Ég hef litið |
Að hlaupa | Ég hljóp | Við hlupum | Ég hef hlaupið |
Veikar sagnir
[breyta | breyta frumkóða]Sagnir sem eru veikbeygðar taka ekki hljóðskiptum í kennimyndum heldur bæta þær við sig tannhljóðsviðskeyti í annari kennimynd (í fyrstu persónu þátíð eintölu):
- að kalla → ég kallaði
- að telja → ég taldi
- að velta → ég velti