Galgantrót
Útlit
Galgantrót eða galanga er jarðstöngull af plöntum af engiferætt upprunninn í Indónesíu. Ræturnar eru notaðar í matargerð í mörgum Asíulöndum en galgantrót var þekkt krydd í Evrópu frá því á miðöldum. Nafnið er dregið af arabískri útgáfu kínversks heitis á engiferi.