Gaddavír
Útlit

Gaddavír er vír með hvössum göddum eða blöðum sem er notaður í girðingar og ofaná veggi. Gaddavír var mikið notaður sem vörn í skotgrafahernaði. Sá sem reynir að komast yfir eða gegnum gaddavír verður fyrir óþægindum og á það á hættu að særast alvarlega.
Gaddavír er tiltölulega ódýr og einfaldur í uppsetningu miðað við girðingarefni almennt. Hann er fyrsti vírinn sem hægt var að nota sem aðhald fyrir nautgripi.