Fara í innihald

Furufjörður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Furufjörður er stuttur fjörður á Hornströndum, milli Þaralátursfjarðar og Bolungavíkur. Fjörðurinn hélst í byggð fram á miðja 20. öld en lagðist þá í eyði líkt og aðrar byggðir á Hornströndum. Fjallvegur liggur úr Furufirði yfir Skorarheiði til Hrafnsfjarðar í Jökulfjörðum og var hann áður fjölfarinn.

Í Furufirði er reisulegt bjálkahús sem er í eigu nokkurra Ísfirðinga ásamt neyðarskýli Slysavarnafélagsins Landsbjargar og kamar við það. Rétt hjá stendur smávaxið bænahús og kirkjugarður við það. Ströndin í firðinum er hvít skeljasandsströnd.

Úr Furufirði liggur gönguleiðin um Hornstrandir suður til Þaralátursfjarðar yfir Svartaskarð á Dagmálahorni til suðurs. Til norðurs liggur gönguleiðin um Ófæru yfir til Bolungavíkur.


  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.