Fara í innihald

Flöskuvatn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Örkelduvatn úr flösku

Flöskuvatn er drykkjarvatn sem sett hefur verið í plast- eða glerflösku. Vatnið gæti verið einfaldlega eimað, eða því dælt úr lind eða örkeldu. Flöskuvatn er til bæði kolsýrt og ekki. Í mörgum löndum er gæðum flöskuvatns stjórnað með reglum og stöðlum, aðallega til þess að tryggja öryggi vatnsins og að upplýsingarnar á flöskunni endurspegli nákvæmlega innihald vatnsins. Reglur um flöskuvatn eru þó misstrangar eftir löndum.

Margar ástæður eru fyrir því að fólk kýs að kaupa flöskuvatn, meðal annars vegna betra bragðs, þæginda, áhyggja um öryggi eða gæði kranavatns og heilsuáhyggja. Neysla á flöskuvatni er algengari í löndum þar sem gæði kranavatns eru minni, en sala þess hefur vaxið mikið undanfarin ár jafnvel í þeim löndum þar sem kranavatnið er öruggt. Flöskuvatn er oft töluvert dýrara en kranavatn en mikill munur getur verið á verði flöskuvatns miðað við merki og uppruna þess.

Sem viðbrögð við vaxandi sölu á flöskuvatni í ákveðnum heimshlutum hafa bönn á því verið innleidd vegna áhyggja um áhrif flöskuvatns á umhverfið. Plastið sem er notað um flöskuvatn er í flestum tilfellum endurvinnanlegt en mörgum flöskum er samt hent í landfyllingu. Auk þess hefur athygli verið vakið á kolefnisfótspori sumra tegunda flöskuvatns, sem getur verið flutt mjög langt frá framleiðslulandinu. Á svæðum sem eru í þurrkum, til dæmis í Kaliforníu, hefur framleiðsla flöskuvatns verið umdeild.

  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.