Fara í innihald

Edinborgarhátíðin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bygging Skosku akademíunnar skreytt fyrir hátíðina 2013.

Edinborgarhátíðin (enska: Edinburgh International Festival) er stór alþjóðleg sviðslistahátíð sem haldin er árlega í Edinborg í Skotlandi. Hátíðin stendur í þrjár vikur í ágúst og allir listamenn sem þar koma fram eru boðslistamenn sem stjórnandi hátíðarinnar hefur boðið að koma. Áhersla hátíðarinnar hefur verið á sígilda list og listgreinar á borð við flutning klassískrar tónlistar, ballett, óperu og leikhús.

Sama ár og Edinborgarhátíðin var haldin í fyrsta skipti var Edinburgh Festival Fringe stofnuð með því að átta leikhópar mættu óboðnir á hátíðina. Edinburgh Fringe hefur síðan verið haldin árlega á sama tíma og Edinborgarhátíðin. Önnur hátíð sem stofnuð var á sama tíma var Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Edinborg sem líka var haldin árlega á sama tíma en árið 2008 flutti hún sig til júní. Herlúðrasveitahátíðin Royal Edinburgh Military Tattoo hefur verið haldin í tengslum við hátíðina frá 1950. Ýmsar fleiri hátíðir hafa síðan bæst við á sama tíma. Saman eru þessar hátíðir oft nefndar Edinborgarhátíðirnar.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.