Fara í innihald

Don

Hnit: 47°10′N 39°20′A / 47.167°N 39.333°A / 47.167; 39.333
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

47°10′N 39°20′A / 47.167°N 39.333°A / 47.167; 39.333

Áin Don í Voronezhfylki í Rússlandi.

Don (Tanakvísl eða Vanakvísl) er stórfljót í sunnanverðu Rússlandi, 1930 kílómetra langt. Það kemur upp suðaustur af Túla og rennur fyrst til suðausturs en svo til suðvesturs og tæmist í Azovshaf. Frá beygjunni á fljótinu er styst á milli Don og Volgu og er þar skipaskurður, sem tengir þessi tvö stórfljót saman, 105 kílómetra langur. Stærsta borg við ána er Rostov við Don og er aðalhafnarborgin. Fljótið rennur um frjósamar lendur þar sem ræktað er korn og timbur, einnig eru þar grafin kol úr jörðu. Hægt er að sigla hafskipum til Rostov og fljótaprömmum nálægt 1400 kílómetra upp eftir ánni, sem er því mikilvæg flutningaleið. Áin hefur verið verslunarleið síðan á dögum Skýþa.

Til forna hét áin Tanaís og er til dæmis rætt um hana undir því nafni í Ynglinga sögu í Heimskringlu, ásamt þeim nöfnum sem hún var nefnd af norrænu fólki:

Úr norðri frá fjöllum þeim, er fyrir utan eru byggð alla, fellur á um Svíþjóð, sú er að réttu heitir Tanais; hún var forðum kölluð Tanakvísl eða Vanakvísl; hún kemur til sjávar inn í Svartahaf. Í Vanakvíslum var þá kallað Vanaland eða Vanaheimur. Sú á skilur heimsþriðjungana; heitir fyrir austan Asía en fyrir vestan Evrópa