Fara í innihald

Disklingur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Disklingur er diskur húðaður segulnæmu efni sem að er notaður sem handbær geymsla tölvugagna, diskurinn er hýstur í plasthlíf til að vernda yfirborð disksins fyrir fingraförum, disklingurinn er notaður með disklingadrifi sem að les og skrifar á disklinginn. Fyrstu disklingarnir voru settir á markað árið 1971 af IBM en þeir voru þróaður upp úr hljóðritunardiski sem að IBM seldi á sínum tíma, diskarnir fengu enska heitið "floppy" þar sem hljóðritunardiskarnir voru úr örþunnu PVC og ekki hafðir í hlífðarhulstri, nafnið hélst á stafrænu útgáfunni.

Sony 90mm disklingur framleiddur af Mitshubishi

Almenningur notaði disketturnar sérstaklega til þess að deila upplýsingum og einnig til þess að eiga afrit af tölvugögnum sínum. Framfarir á þessu sviði voru ekki miklar fyrstu þrjá áratugina eða svo nema þá hvað varðar stærðir á diskettunum.

Disklingar eru ennþá notaðir í tölvugeiranum einkanlega í iðntölvum og þar sem að þarf að halda við eldri tölvukerfum en er að öðru leiti úrelt tækni sem að hefur vikið fyrir geisladiskum og ýmsum USB gagnageymslum.

Helstu útfærslur

[breyta | breyta frumkóða]
  • IBM 200mm (8") Hámarksstærð 6,1 Mb
  • Shugart 133,5mm (5 1/4") Hámarksstærð 2 Mb
  • Sony 90mm (3,5") Hámarksstærð 4 Mb
  • Hitachi 78mm (3") Hámarksstærð 1 Mb
  • Mitsumi QD 55mm (2,5") Hámarksstærð 256 kb
  • Matshushita LS 90mm (3,5") Hámarksstærð 250 Mb



  Þessi tölvunarfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.