Fara í innihald

Dömubindi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Einnota dömubindi

Dömubindi er gleypið bindi notað til að soga upp blóð og annan vökva, einkum meðan á blæðingum stendur hjá stúlkum og konum sem ekki eru óléttar. Nútímadömubindi eru yfirleitt einnota bindi sem sett er í nærbuxur og því er svo hent eftir notkun. Margar konur velja sér að nota tíðatappa í staðinn, það er að segja gleypinn tappi úr bómull sem sett er inn í leggöngin. Annar nýlegri valkostur er margnota tíðabikar sem settur er inn í leggöngin. Bikarinn er tæmdur og skolaður milli notkana. Dömubindi eru einnig notuð við aðrar aðstæður, til dæmis eftir barnsburð.

  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.