Christmas Kisses er fyrsta jólaplata og EP-plata bandarísku söngkonunnar Ariana Grande. Platan var gefin út 13. desember 2013 í flestum löndum,[2] og 17. desember 2013 í Bandaríkjunum,[3] sem samansafn af tveim ábreiðum af klassískum jólalögum og tveim upprunalegum lögum. Þann 3. desember 2014 var gefin út sérstök útgáfa í Japan á geisladiski og á stafrænu formi. Smáskífan seldist í um 69.000 eintökum í Bandaríkjunum og í yfir 405.000 eintökum á heimsvísu.[4][5]