Chesterfield
Útlit
Chesterfield er bær í Derbyshire á mið-Englandi. Bærinn er 39 km norður af Derby og 18 km suður af Sheffield. Íbúar eru um 104.000 (2011).
Uppruna bæjarins má rekja til rómversks virkis á 1. öld. Síðar byggðu Engilsaxar þar þorp. Chesterfield var kolanámubær fram á 20. öld og á milli 1981 og 2002 hurfu 15.000 störf í kolanámuiðnaðinum.
St Mary & All Saints-kirkjan er þekktasta kennileiti bæjarins með beygða turn sinn. Einn stærsti útimarkaður Englands er þar.
Peak District-þjóðgarðurinn er rétt austur af bænum.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Chesterfield.
- Fyrirmynd greinarinnar var „Chesterfield“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 18. feb. 2019.
Þessi landafræðigrein sem tengist Englandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.