Bute
Útlit
Bute (skoska: Buit; skosk gelíska: Eilean Bhòid eða An t-Eilean Bòdach) er eyja í Clyde-firði við vesturströnd Skotlands. Hálandamisgengið gengur þvert yfir eyjuna.
Áður fyrr var eyjan uppistaðan í sýslunni Buteshire, en nú er hún innan sveitarfélagsins Argyll og Bute. Íbúar voru um 6500 árið 2011 og þar af býr um 4300 í eina bænum á eyjunni, Rothesay, þangað sem ferja gengur frá meginlandinu. Hún er um 122 km² að stærð.