Blackburn
Útlit

Blackburn er borg í Lancashire, Englandi. Íbúafjöldi er um 118.000 manns (2011). Blackburn byggðist upp sem vefnaðarbær allt frá 13. öld þegar ull var mikilvæg vara. Bómull tók við á 18. öld sem mikilvægasta vefnaðarvaran. Í byrjun 20. aldar varð hrun í vefnaðariðnaðinum og yfir 50 verksmiðjur lokuðu. Töluvert af asískum innflytjendum búa í borginni.
Blackburn Rovers er knattspyrnulið borgarinnar.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Blackburn.
Fyrirmynd greinarinnar var „Blackburn“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 14. janúar. 2019.