Bifröst h.f.
Útlit
Bifröst h.f. var íslenskt skipafélag stofnað af bílainnflytjendum til þess að annast innflutning fyrir þá. Félagið átti erfitt með rekstur í samkeppni við Eimskipafélag Íslands, Hafskip og Skipadeild SÍS. Árið 1979 áttu forráðamenn Bifrastar í viðræðum við Hafskip um möguleg kaup Hafskips á félaginu en ekkert varð úr því. Árið 1985 var Eimskipafélag Íslands svo til búið að kaupa nær allt hlutafé fyrirtækisins.