Bakkasög
Útlit

Bakkasög er handverkfæri og handsög sem er með stífu rifi eða styrkingu á efri brún sagarblaðs, eða á móts við skurðarbrún.
Bakkasagir eru venjulega notaðar við smíðavinnu þar sem nákvæmni krefst, til að mynda við sögun á smáum stykkjum og listum eða öðrum smáhlutum en einnig við samsetningar eða samskeyti eins og við geirneglingu.
Vegna rifsins, eða styrkingarinnar, er sú dýpt sem bakkasagir geta sagað takmörkuð.