Apple QuickTake
Útlit
Apple QuickTake voru með fyrstu stafrænu myndavélunum sem gerðar voru fyrir almennan markað. Þetta voru auk þess með fyrstu stafrænu myndavélunum sem hægt var að tengja beint við tölvu með snúru. Apple Computer setti þær á markað árið 1994. Þrjár gerðir komu út; Apple QuickTake 100 árið 1994, Apple QuickTake 150 árið 1995 og Apple QuickTake 200 árið 1997 (framleidd af Fujifilm). Framleiðslu þeirra var hætt árið 1997 skömmu eftir að Steve Jobs sneri aftur til starfa hjá fyrirtækinu, en hann lagði niður framleiðslu margra jaðartækja eins og Newton-lófatölvanna, LaserWriter-prentaranna og QuickTake-myndavélanna.